föstudagur, júlí 29, 2005

Allt að verða vitlaust.. Heppinn að vera enn með tvær geirur.

Við náðum nú varla að lenda hérna í Árósunum áður en nágrannarnir voru mættir á hurðina og vildu undirbúa flutninga.. Þau eru alveg að tapa sér yfir þessum flutningum og ekkert smá það sem þeim liggur á að skipta um hús.. Það hefði nú verið ágætt að fá aðeins að anda áður en þau gerðu innrás.. Á sunnudaginn verðum við sennilega komin yfir í nýja húsið og fáum að vera í friði í draslinu okkar.. Það á nú eftir að taka nokkra daga að koma draslinu fyrir og mála og gera..

Þeir sem þekkja vel til okkar hjóna vita að það hefur ýmislegt gengið á hjá okkur á meðan við sofum, aðallega þegar Viktor sefur.. Hann var nýsofnaður í fyrradag þegar hann öskraði eitthvað og kleip mig svo fast í brjósið að ég hélt hreinlega að geiran dytti af.. Ég hef aldrei verið jafn nálægt því að lemja hann allsgáð (hef bara einu sinni lamið hann í svefni).. Nú veit ég allavega hvað konur eru að tala um þegar þær eru að tala um brjóstakrabbameinsskoðun.. Já það er krísa á Vejlby Centervej núna..

Og aftur að Lanzarote.. Frekar súrt að vera komin úr paradísinni.. Ég tók hrikalegum framförum í strandarblaki og var orðin svo mikið keppnis að ég gargaði úr mér röddina í síðasta leiknum sem ég ætlaði sko ekki að tapa.. Og að sjálfsögðu vann ég (og mitt lið).. Viktoría átti einn rosalegan gullmola í ferðinn þegar við vorum úti að borað eitt kvöldið.. Við sátum öll og vorum að skoða matseðilinn en hún var einhverra hluta vegna með vínseðilinn og á einni blaðsíðunni var mynd af fullt af vínflöskum.. Haldiði að mín hafi ekki kallað á ömmu sína sem sat alveg á hinum enda borðsins og sagt; "sjáðu amma hérna er uppáhaldið þitt".. Amman var mjög sátt við að vera ekki á Íslandi þessari stundu.. En það er eins gott að taka það fram að amman er ekki drykkfelld, finnst bara gott að fá sér smá léttvín með mat...

Ég er búin að setja inn einhverjar myndir en það eiga eftir að koma miklu fleiri..

Kveðja
Hrabba

Comments:
Velkomin heim úr Paradísinni kella. Það var líka geggjað hjá okkur mæðgum á Costa del sol (fékk smá flashback frá því við hittumst þar fyrir tveimur árum). Núna ætlar kellan bara að skella sér í brekkusönginn á morgun (þ.e. ef veður leyfir). Það hefði nú ekki verið leiðinlegt ef vískíraddabrussurnar hefðu tekið Ó guð vors lands saman í brekkunni (later).
Kveðja frá Fróni Harpa Mel
P.s. LÍFIÐ ER YNDISLEGT!!!!!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?