föstudagur, júlí 08, 2005

Ömurlegt veður á þessum klaka..

Ég er alveg að missa mig yfir veðrinu hérna.. Fór í nett þunglyndiskast í morgun þegar ég vaknaði og sá að það rigndi, ENN EINU SINNI... Í dag ákvað ég að ég mun ekki flytja hingað aftur á klakann.. Kannski þegar ég verð orðin gömul og krumpuð og komin á eftirlaun.. Þetta er ekki mönnum bjóðandi og hvað þá mér, olíubornu sólardrottningunni.. Ég á heima einhvers staðar þar sem kemur sól allavega oftar en 5 sinnum á ári.. Það er ljóst að það fer að styttast í byggingu Ramsey Street í Århus..

Viktoría er komin í fangið á Daða frænda sem var að koma frá útlöndum.. Ég næ nú örugglega ekkert í hana fyrr en rétt fyrir brottför á þriðjudaginn.. Hún vill ekki sjá foreldra sína né neina aðra á meðan hún hefur hann Daða sinn..

Á morgun verðu svo 50 manna grill og partý hjá Sibbu frænku á Selfossi.. Það verður eflaust mikið fjör..

Svo á laugardaginn er brúðkaup hjá Davíð og Diljá.. Þau verða gefin saman á Þingvöllum og veislan fer svo fram í Grímsnesi.. Ég og Viktor erum veislustjórar, krefjandi verkefni það..

Jæja verð að fara að lúlla enda klukkan bráðum 04, þarf bráðum að fara að vakna..

Kveð í bili..
Hrabba þunglynda í vibba íslensku veðri.... ARGGGGGGGGGG...

Comments:
'Uff ekki segja þetta með veðrið!! Ég hlakkaði svo til að fara í heimsókn á klakann, en var búin að gleyma þessu með helv.. rigninguna!!! Ohhh best að hoppa út í sólbað:)
 
ég er einmitt hársbreidd frá því að hoppa bara aftur upp í vél til Portúgal! Það er allavegna nokkuð öruggt að ég mun fjárfesta í húsi í Ramsey götunni þinni!

kv.Bjarney, sem er alveg jafn þunglynd yfir veðrinu:-/
 
er Davíð þessi gæji sem ég laðaðist bara svona að eins og segull og segulstál fyrir utan Vegamót? Ef svo er, er ég alveg til í að giftast í Grímsnesi:)

úff ég er full af góðum húmor!

ps. Gleymdi að segja að Viktor er sætur snoðaður...
 
Diljá mín því miður var þetta ekki Davíð og gæjinn sem þú laðaðist að er upptekinn.. Við verðum að finna nýjan fyrir þig..
Eva og Harpa tveir dagar í Kanarí þannig að ég verð "þjáningarfélagi" ykkar.. Sólin getur nú verið mjög heit..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?