mánudagur, júlí 11, 2005

Viktoría mjög sátt...

Fórum í dag með hana á leikritið Kalli á þakinu og var mín ekkert smá ánægð með stykkið.. Skellti svoleiðis upp úr nokkrum sinnum.. Yndislegt að fylgjast með henni.. Hún fékk svo að hitta Kalla eftir sýningu og lét að sjálfsögðu taka mynd af sér með honum.. Hún vill samt ekki kalla hann Kalla heldur bara Sveppa.. Á fimmtudaginn fór hún svo og hitti hana Birgittu sína sem var að æfa með Írafári og fékk hún að sjálfsögðu að syngja með.. Ekkert smá sátt..

Við hjónin vorum í brúðkaupi hjá Davíð og Diljá í gær.. Æðisleg athöfn í Þingvallakirkju sem var pínulítil. Ekkert smá sæt kirkja.. Veislan var svo haldin í Gömlu Borg í Grímsnesi og var bara mjög gaman í veislunni.. Viktor fór á kostum og tók meira að segja upp gítarinn og spilaði og söng fyrir liðið.. Ég var að setja inn fullt af myndum frá síðustu dögum þannig að þið getið dundað ykkur inn á myndasíðunni..

Svo er það bara KANARÍ eftir tvo daga (eiginlega bara einn og hálfan þar sem klukkan er orðin svo margt)..

Hrabban kveður..

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?