þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Allt að gerast hjá Draumadísinni...

Já það verður nóg að gera í vetur hjá snúllunni minni.. Hún er byrjuð á sundnámskeiði sem er á hverjum miðvikudegi.. Svo var ég að skrá hana í fimleika og þeir byrja á fimmtudaginn eftir viku og verða á hverjum fimmtudegi.. Svo verður hún áfram í handboltanum á hverjum laugardegi.. Ekki nóg með það þá er hún að sjálfsögðu alltaf að kippa í lóðin annars lagið með múttunni sinni.. Finnst æði að koma með mér að lyfta.. Mjög eðlileg.. Hún á alveg örugglega eftir að verða jafn nett og pen og mamman... Einmitt.....

Svo var ég að setja inn síðustu myndirnar frá Lanzarote og myndir frá ágúst..

Svo verð ég að taka undir með systu og sumarið.. Hér er líka að koma sumar aftur.. Þvílík snilld.. Lagði mig einmitt út á bekk í dag eftir vinnu.. Það er spáð áframhaldandi góðu veðri þannig að Hæja ætti nú að ná eitthvað af góða veðrinu..

Farin í háttinn..
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?