sunnudagur, ágúst 28, 2005

Arna og prinsarnir farnir..

Snökt snökt.. Það er búið að vera æðislegt að hafa þau.. Greyið Arna mín fékk nú aðeins að taka á því síðustu tvo dagana því ég ákvað bara að verða veik.. Það var nú ekki mikið mál fyrir skvísuna að skreppa með öll börnin í dádýragarðinn.. Það kom svo bara í ljós að hún var aðeins hræddari við dýrin en börnin.. Haldiði að það hafi ekki komið dádýr á móti henni með risastór horn og ekki nóg með það það var blóð á hornunum.. Hún skipaði bara börnunum að hlaupa og í öllum æsingnum hlupu þau á brenninetlur.. En þau voru öll kát og glöð eftir þessa ferð, allavega börnin.. Þau voru alveg ótrúleg góð allan tímann og algjörir snillingar að leika sér saman.. Viktoría getur varla beðið eftir að hitta þá aftur í desember..

Við kepptum svo á Hummel Cup um helgina og unnum mótið.. Vorum samt að spila mjög illa og allir bara voða niðurdregnir eftir sigurinn.. Frekar fáránlegt þegar markmiðið var að vinna mótið.. En svona er þetta.. Það er nú samt frekar jákvætt að vinna þrátt fyrir að spila svona illa..

Það var svo verið að draga í riðla í undankeppni EM og lentum við í riðli með Sviss, Tyrklandi, Ítalíu, Búlgaríu og Belgíu.. Þetta verður skemmtilegt verkefni sem við verðum og eigum að klára.. Þetta verður í lok nóvember..

Jæja komin lúllutími á kelluna..
Hrabba

Comments:
Takk fyrir síðast og fyrir okkur, þetta var alveg æðislegt og ég tala nú ekki um hvað þið eruð frábærir gestgjafar og kokkar.
Já þið hefðuð nú bara átt að sjá blóðið á hornunum, það var rosalegt og ég öll brunnin á fótunum eftir netlurnar.
Til hamingju með sigurinn, þetta gátuð þið þrátt fyrir að besta manneskjan væri búin að vera fastagestur á klósettinu...

Strákarnir biðja rosa vel að heilsa og þeir sakna Viktoríu.

Knús og kossar
Arna og co
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?