fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Ein lítil "skemmtileg" sjúkrasaga!


Jæja þá er komið að okkur Gúmmíbirninum að setja nokkrar línur á netið.... erum búin að vera eitthvað voða upptekin hér í Germany. En verðandi stóra frænka mín hringdi í okkur áðan og spurði hvort við værum ekki örugglega á lífi! Eftir að við komum út erum við búin að virkja húsið okkar sem eitt sjúkrahús, jú jú hann Gunnar Berg fór í aðgerð á öxl á afmælisdegi sínum 27 Júlí og eftir það eru þetta ekki búnir að vera góðir dagar hjá greyinu. Takk fyrir punktur og pasta.....loksins hlustuðu menn á okkur og karlinn var lagður inn í gær og undir hnífinn í annað sinn! Frábært! Það var komin svona slæm sýking í öxlina svo nú krossleggur maður bara fingur að allt hafi farið vel. Frá boltanum í 2 vikur hafa breyst í 5 mánuði. En upphaflega átti bara að losa einhverja taug sem hamlaði hreyfingum að þeirra mati! Jesús minn þeir vissu ekki betur.... svo kom á daginn, 2 x sinar voru slitnar og svo sýking í framhaldinu á því..... já ég skal sko segja ykkur það. Og mín komin 7 mánuði á leið, með bumbuna út í loftið og enginn til að dekra við mann. Ef við eigum ekki skilið að fá klapp á bakið núna, hvenær þá?
Nóg af vælinu í mér, ég ætla nú ekki að drepa lesendur með einhverjum sorgarsögum loksins þegar maður skellir línum á netið! Kellan verður að dunda sér við eitthvað meðan hún er ein heima svo mín bjallaði bara í Eivor og Lúkas og þau eru á leiðinni í mat í kvöld. Annars líður okkur bumbubúanum bara vel og bíðum spennt eftir næstu skoðun sem er á Mánudaginn.
Hafið það gott elskurnar, ég skal svo lofa að vera duglegri að skrifa inn á bloggið næstu vikur.
Luv Dagný

Comments:
Æðisleg mynd........

Knús Harpa Mel
 
Þú ert alveg sætust með bumbuna!!;o) Bið að heilsa kallinum og batnikveðjur til hans!
kv.Bjarney
 
Takk fyrir elskurnar, ég skila kveðju til karlsins.
Kveðja Bumbulíusa!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?