föstudagur, ágúst 19, 2005

Hormons.......


Kellan alveg að verða Crazy í blogginu, 2 blogg á tveimur dögum össss..... og myndir og allur pakkinn (var að læra á þetta). En í þetta sinn er það mynd frá Hsí-hófinu, hófið sem klikkar sjaldan. Þetta var mitt fyrsta hóf alsgáð og hungraði mér ekkert í sopann næstu mánuðina, eða kannski vikuna! Þetta er mynd af hinni einu sönnu "líku", úfffff sjóð heitar að skála fyrir fyrsta líkubarninu. Því miður vantaði Begguna en hún fær bara að skála fyrir því næsta með okkur.....Pressa meðlimir!
Annars fór ég og heimsótti karlinn í dag og það var bara ágætt í honum hljóðið miðað við aðstæður. En það sem hafði klikkað við fyrstu aðgerð var að önnur sinin var ekki nógu vel fest og upp úr því kom sýking. Ég á von á honum heim á mánudaginn svo mín er svolítið einmanna í kotinu þessa dagana. En það var samt voða fínt að fá Eibbuna og Lúkasinn í gær. Hann er náttúrlega bara æði þetta barn. Mér langaði að éta krullurnar hans. En maður er samt ekki alveg einn, því fólkið fyrir ofan heldur fyrir manni skemmtun á nóttinni. Ég get svo svarið það, ég var upp í rúmi með tölvuna að horfa á Die Hard og þau yfirgnæfðu háfaðann. Í fyrstu hélt ég að það væri verið að brjótast inn í bíl hér fyrir utan en nei nei, það er bara allt á fullu þarna uppi. Óóójjjjjj barasta (com on, þau eru yfir fimmtugt ég vil ekki vita af því að svona fólk sé að gera dodo) og nú er ég alveg hætt að hlæja því þetta er ekki fyndið lengur. Ég var alveg á því að það væri hundur með í spilinu hjá þeim en þegar ég fræddi Gunnar Berg um þessa nótt þá þóttist hann kannast við hljóðin....Neibb Dagfríður mín þetta er ekki hundur, þetta er kerlingin. Gunnsinn alveg með þetta á hreinu! Já ég skal sko segja ykkur það, en þetta heldur kannski tárunum til baka hjá mér..... en kellan er orðin alveg rosaleg, ég bara græt yfir engu. Ég labbaði inn á sjúkrahúsið í dag og fór bara að hágráta, horfði á When a men love's a women í gærkveldi og grét úr mér vitið (reyndar mjög svo átakanlega mynd)......hvað er annað hægt að segja en......Hormons!
Jæja hef þetta fínt í bili.
Dagný

Comments:
Mér líst helv... vel á framtakssemina hjá kellunni! Keep up the good work! ;o)
kv.Bjarney, sem er mjöööög hlynnt tíðum bloggfærslum!! ;oD
 
Kannast við þetta.. Man eftir að hafa horft á Love and basketball og grét mig máttlausa.. Var með svo mikinn ekka að þegar Viktor kom heim fékk hann sjokk.. Hélt að það hefði eitthvað rosalegt gerst.. Ánægð með kelluna hvað hún er dugleg.. Ég má ekkert vera að þessu..
 
hahahah, ég er ennþá svona. grenja yfir öllu. um daginn heyrði ég lagði "Líf" með hildi völu í útvarpinu og fór að hlusta á textann. og hvað haldiði, fór að hágrenja, svo fallegur texti;) ein helvíti örugg með Birtuna í aftursætinu, há grenjandi. þannig að það þarf ekkert að vera Dagný mín að þetta lagist nokkurntímann, maður verður svo mjúkur við að eignast barn...

gangi ykkur ógeðslega vel snúllan mín, Hafdís Hinriks
 
Já þetta er meiri táraveislan sem fylgir þessu öllu saman. Gunni spurði mig einmitt í dag hvort ég ætti einhver tár eftir fyrir barnið þegar það kemur í heiminn.. je dúdda mía, þetta er bara fyndið! Ég hlæ að sjálfri mér á milli þess sem tárin streyma niður! Mjög svo eðlilegt...
Dagný dropi.
 
Já þetta er meiri táraveislan sem fylgir þessu öllu saman. Gunni spurði mig einmitt í dag hvort ég ætti einhver tár eftir fyrir barnið þegar það kemur í heiminn.. je dúdda mía, þetta er bara fyndið! Ég hlæ að sjálfri mér á milli þess sem tárin streyma niður! Mjög svo eðlilegt...
Dagný dropi.
 
He he he...., þetta kannast maður við, er svoooo eðlilegt elsku Dagný mín. Þetta fylgir þessu bara og ég er sammála Hafdísi, hafi maður einhvern tíma verið softy, OMG hvernig er maður eftir að maður eignast barn. Lagið Líf kemur sterkt inn og ég tala nú ekki um lagið ÁST sem mér finnst bara yndislegt. Gangi ykkur rosalega vel með allt saman.

Kveðja Harpa Mel (líka dropi)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?