miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Klósettblogg....

Skrifað í gær, gat ekki sett þetta inn...

Jæja þá erum við flutt og laus við nágrannana í bili.. Fínt að geta slappað aðeins af í draslinu í kringum sig.. En við getum svo sem lítið gert núna fyrr en búið er að mála.. Við erum ekki með heimasíma í augnablikinu en það er hægt að hringja í gemsana okkar..

Viktor byrjaði að vinna á mánudaginn þannig að nú erum við bæði komin á fullt og Dísin auðvitað á leikskólanum. Ég fer svo til Osló á fimmtudagsmorgun og kem ekki heim fyrr en á þriðjudaginn (þá á ég afmæli).. Hlakka ekkert voða mikið til, vorum þarna á sama stað í fyrra og alls ekki spennandi staður.. Erum í einhverjum pínulitlum bæ fyrir utan Osló. Ég verð því sennilega ekki nettengd fyrr en á þriðjudaginn og þá sennilega alveg nettengd.. Erum í augnablikinu bara með netsamband úr einu horni inn á klósetti.. Vorum með þráðlaust í gamla húsinu og það nær sem sagt yfir í eitt horn inn á klósetti í nýja húsinu.. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég eyði engum tíma á netinu þessa dagana.. Þetta hefði nú verið strax skárra ef ég hefði verið nettengd meðan ég væri að kúka (enn betra fyrir Viktor sem eyðir mun meiri tíma í þetta) en nei nettengingin nær ekki alveg svo langt.. Þarf að standa út í horni.. Nóg um það..

Á meðan ég er í fríi hefur Hanna Lóa lofað að taka við vefstjórn síðunnar og ætlar hún að henda inn 2-3 pistlum.. Einn ef ekki tveir verða um þjóðhátíðina í Eyjum sem ég er b.t.w ekki búin að heyra neitt um.. Er farin að hallast á að það hafi verið leiðinlegt (einmitt..).. Harpan mín hugsaði allavega til mín í þjóðsöngnum í brekkunni og söng fyrir mig í leiðinni...

Jæja verð að fara að lúlla.. Mjög langur dagur framundan á morgun...

Kveðja

Comments:
Vúbbídú, ég kem eftir helgi og þá þýðir ekki að vera að tefla bara við páfann;)Kv, Orri
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?