sunnudagur, ágúst 21, 2005

Komin með veiðimann í húsið..

Já það er alltaf líf og fjör í Árósunum.. Sif, Hlynur og Elfa Sif voru hjá okkur frá mánudegi til föstudags og var æðislegt að hafa þau.. Á föstudagskvöldinu kom svo Arna vinkona með guttana sína, þá Arnór og Benna.. Þetta er nú þvílíka snilldin því þau leika sér svo vel saman að við foreldrarnir sofum bara út á meðan þau eru að leika.. Svo er Arnór veiðimaður að guðs náð og drepur allar hrossaflugurnar og kóngurlærnar og hendir þeim út.. Það hafa sjaldan verið eins fáar pöddur hjá mér eins og núna.. Spurning að redda svona næturgleraugum og láta hann í silfurskotturnar á næturnar.. Við fórum í tívolíið í Árósum í gær.. Mjög fínt tívolí fyrir börnin og Viktor sem skellti sér auðvitað í frítt fall.. Var látinn upp í einhvern turn í vesti og með hjálm og svo látinn falla niður í net.. Ég bar nú bara fyrir mig samningsbrot en samkvæmt samningi má ég ekki fara í neitt svona..
Viktor og Arna fóru svo með gríslingana áðan í Hoppeloppeland en ég er að fara að spila æfingaleik á móti Ikast og ætla þau svo að koma þangað..
Annars eru helstu fréttirnar úr boltanum hérna að Ålborg DH eru að berjast gegn gjaldþroti.. Kemur ekki á óvart þar sem þetta lið komst upp fyrir tveimur árum og urðu svo í öðru sæti í ár.. Sem er ótrúlegur árangur í dönsku deildinni.. Það er talað um að laun leikmanna séu um 100 mill ísk. á ári.. Mjög eðlilegt.. Það verður spennandi að sjá hvað gerist en ég reikna nú með því að þeir muni redda sér einhvern veginn.. Annars eru smá líkur á að við fáum sætið þeirra..

Jæja verð að fara að taka mig til.. Frábært að Daggan sé að fara hamförum.. Vonandi heldur hún áfram á sömu braut.. Snökt snökt...

Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?