mánudagur, ágúst 22, 2005
Nýjar myndir
Já þetta er það sem koma skal hjá Döggunni...... orðin snar-vitlaus í blogginu. Meira segja farin að taka áskorun og læti.....þökk sé Röggu. Takk elskan fyrir að leiða mig svona vel í gegnum Foki, málið var að ég gleymda bara að logga mig inn! Ekkert líkt mér! Svo nú er kellan búin að dæla nokkrum myndum inn, þar á meðal frá Hsí-hófinu og svo eitthvað frá því í sumar, þær eru ekkert svo margar en þetta tekur svo langan tíma, því myndgæðin eru svona helvíti góð hjá kellunni. Njótið bara elskurnar mínar.
Annars bara ágætur dagur hjá minni. Byrjaði daginn hjá lækninum, mér varð á og datt í tröppunum hjá lækninum (ekkert alvarlegt).......bara svona týpisk Dagný.... 10 mín seinna fannst mér þetta alveg magnaðislega fyndið og hló mig máttlausa hjá lækninum, það komu meira að segja hláturstár! Hvað er í gangi.... en það er fínt að maður getur hlegið á milli þess sem maður grætur.
Hafið það gott
Dagný "Die Blogger"