laugardagur, ágúst 13, 2005

Silfurskottur halda árshátíð..

Og ekki nóg með það þá ákváðu þær að halda hana heima hjá mér.. Líf og fjör hér.. Þvílíkur vibbi, komum heim í gærkvöldi eftir að hafa spilað æfingaleik upp í rassgati. Þegar ég kveikti ljósin var bara allt morandi í silfurskottum.. Þær eru nú yfirleitt bara í baðherbergjum en þessar voru búnar að dreifa sér út um allt.. Á ganginum, stofunni, herberginu okkar og eldhúsinu.. Ég get glatt komandi gesti mína með því að segja ykkur frá því að hér var framið fjöldamorð í gær.. Held svei mér þá að ég hafi drepið þær allar.. Er ekki búin að sjá neina í dag..

En aftur að æfingaleiknum, við spiluðum á móti Ålborg DH sem urðu í 2 sæti í fyrra.. Vorum að spila mjög vel og var leikurinn í járnum allan tímann.. Við enduðum svo á að tapa með tveimur.. Margt mjög jákvætt.. Viktoría mætti auðvitað að horfa á múttuna sína og átti góðan gullmola eftir leikinn.. "Mamma má ég spyrja þig að einu? Af hverju varstu að "skubbe"(ýta, hrinda... hljómar bara betur á dönsku) öllum í rauðu búningunum?" Fannst greinilega móðir sín full gróf þarna inná.. Tek það samt fram að ég var aldrei rekin útaf..

Dísin var svo að gera gott mót í dag í Bilku.. Náði sér í eitt stykki skallablett.. Var eitthvað að leika sér undir innkaupakerrunni og náði að flækja hárið á sér svona svakalega. Fór allt í einu að hágráta og þegar ég leit við þá sá ég bara hárlufsu á gólfinu og ekkert smá mikið hár.. Aem betur fer er þetta einhvers staðar inni í miðju þannig að það er auðvelt að fela þetta.. Nema ég ætli að gera tígó þá verður skallablettur í miðjunni..

Á morgun fæ ég svo allt liðið í hádegismat.. Æfum tvisvar á morgun og borðum á milli.. Orri ætlar að töfra fram pastarétt fyrir stelpurnar.. Viktor verður yfirþjónn og Viktoría honum til aðstoðar..

Best að koma sér í háttinn svo ég lifi morgundaginn af..

Hrabba skotta

Comments:
AHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!
 
hlær Matthilda
 
Jæja verðum að fara að hittast....erum næstum búin að gleyma hvernig þið lítið út!!!
kv.Hrossanestútturnar ;)
 
Já tútturnar mínar.. Sem fyrst..
Knús knús
 
Bara til fróðleiks Hrabba; ef þú sérð eina skottu á gólfinu þá eru 10 í holu einhversstaðar - og margfaldaðu svo!!!!!!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?