fimmtudagur, september 01, 2005
Enn heldur fjörið áfram!
Enn einn sólardagurinn, jibbíííí.. fyrir því! Við Gunter skelltum okkur til Heidelberg í dag, þar sem það var frí hjá strákunum og engin sjúkraþjálfun hjá Gunter. En við urðum að koma við á hinu skemmtilega og kunnulega sjúkrahúsi í Heidelberg enn og aftur, því það var eitthvað farið að grassera enn og aftur í öxlinni á karlinum, jesús minn þetta ætlar ekki að taka enda. Jú jú þá kom í ljós að það þarf að opna karlinn aftur og skrapa eitthvað í burtu.... ég var að koma heim núna, karlinn var lagður inn í kvöld og verður skorinn á morgun. Frábært! Svo kellan er enn og aftur ein í kotinu. Ætli kellan eyði ekki kvöldinu í það að klára bókina sem ég er langt komin með, Englar og djöflar.... helvíti fín bók eftir sama höfund og skrifaði Da Vinci lykilinn. Þar að segja ef ég get lesið eitthvað fyrir þessum blessuðu moskító flugum sem eru búnar að vera að stinga mig í kaf undan farnar nætur, við erum að tala um 2 bit á rassinn síðustu nótt, ummmm.... huggulegt og síðan snerta þær ekki við Gunnsanum, örugglega útaf því að hann er með sýkt blóð!
Hafið það gott
Dagný
Hafið það gott
Dagný
Comments:
<< Home
Dagga mín ég finn verulega til með þér í rassinum heheh. Reyndar finn ég ennþá meira til með þér að þurfa að vera alltaf svona ein heima með bumbuna upp í loftið.
Kveðja Johnny
Kveðja Johnny
Takk fyrir elsku besta x-sambýliskonan mín.... alltaf gott að fá góðar kveðjur:) en þú þekkir mig! ég bjarga mér. Mín stefnir á að fara á leik með Eibbu og Elfu á morgun, bikarleikur á móti 2 deildarliði.
Hafðu það gott
Dagga sambó!
Skrifa ummæli
Hafðu það gott
Dagga sambó!
<< Home