mánudagur, september 05, 2005

Þessi fína helgi liðin...


Þá er þessi fína helgi að baka.....það varð heldur betur meira úr henni en ég hélt! Kellan skellti sér til Grosswaldstadt. Þar fór mín á leik hjá þeim Elfu og Eivor.... Bikarleikur sem þær stöllur unnu að sjálfsögðu, en þær voru að keppa á móti 3 fyrrum félögum úr Lutzellinden svo það var voða gaman að hitta þær líka. Eftir það var einhver smá gleði eftir sigurinn og svo bara heim til Eibbs í Pizzu og tjatt til hálf 2. Kellan lúllaði hjá Eibbs og co og svo var farið á næsta leik. Kronau tók á móti Grosso svo við stöllur brunuðum á leikinn..... það var "smá" vesen að finna höllina en að sjálfsögðu rambaði Daggan á þetta að lokum, aðeins eftir 1 blitz. Úffff.... ég fer að setja karlinn á hausinn með þessu framhaldi og guð má vita hvað ég er komin með marga punkta! Verst að geta ekki daðrað við myndavélina, þetta er ekki eins og heima þar sem manni hefur verið sleppt á 110 km hraða þar sem leyfilegur hraði var 60. En þýðir lítið að gera í þessu núna...
Annars vann Kronau leikinn með 2 mörkum, rosa mikilvægt víst og það var þessi fína stemming í höllinni 11.000 áhorfendur og ég vona að þær Elfa og Eivor hafi verið sáttar við þetta allt saman, svona fyrir utan úrslitin......girls! við enduðum nú í Viparanum eftir leik og fengum frían kvöldverð.
Gunnar kom beint af sjúkrahúsinu á leikinn og hitti okkur stöllur þar, hann er bara hress núna strákurinn, aðgerðin tókst vel...... segja þeir!
Þetta var helgin elskurnar, núna þarf maður að fara að dusta rykið af hreingerningar græjunum því tengdó er á leið í heimsókn eftir nokkra daga. Það verður að sjálfsögðu fínt að fá þau, þau voru farin að hafa einhverjar áhyggjur af okkur eftir allt þetta sjúkrahúsastand á karlinum og að litla stelpan skuli vera svona mikið ein heima!
Yfir og út
Dagný

Comments:
Takk kærlega fyrir helgina esskan, ekkert smá skemmtileg, við endurtökum þetta sem fyrst :)
Kveðja frá Grossó
 
Æi sætust med bumbu elsku musin min, langar svo einhvern timan ad koma ad heimsækja thig til Thyskalands. Ertu til i ad profa aftur ad senda mer myndir aftur af bumbulinu!! Nuna er manda mus buin ad eignast stelpu og gudrun tvo straka og svo bara thu jiii svo gaman!
FArdu vel med thig elskan min knus og kossar fra koben Sigga Birna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?