föstudagur, september 30, 2005

Guðrún er afmælisbarn dagsins..... til lukku elskan!


Þessi skvísa hér er afmælisbarn dagsins... fyrir þá semn ekki vita þá er þetta engin önnur en uppáhalds vinkona mín hún Guðrún Drífa. Stúlkan er 25 ára í dag......til lukku með daginn gamla mín! Vonandi áttu eftir að eiga góðan dag og kannski enn þá betri dag á morgun þegar sjálf veislan verður haldin. Leiðinlegt að geta ekki verið á staðnum!

Af Döggunni er annars það að frétta að það er heldur betur búið að endurvekja Bryndísi Schram í minni....úfffff! Kellan á von á einhverjum Grikkja í mat í kvöld, fyrrum félagi Gunnars í boltanum svo maður verður að setja eitthvað í ofninn. Maður verður nú að standa sig í þessu mikla hlutverki sem maður er titlaður í núna.... "die Super Hausfrau"!
Svo er mín búin að bjóða í íslendingarveislu á sunnudaginn..... jú jú þýðir ekkert annað. Þau Elfa, Einar, Eivor, Alex, Lúkas, Dröfn og Ómar koma á sunnudaginn. Nú er heldur betur pressa á minni. En það verður að sjálfsögðu bara gaman að fá þau öll yfir.... er farin að hlakka til að sjá ykkur!

Svona að lokum vildi ég bara þakka fyrir allar kveðjurnar sem ég fékk eftir síðasta blogg....og bið að sjálfsögðu að heilsa öllum til baka! Gaman þegar gamlir skólafélagar detta inn á bloggið hjá manni! Iðunn að sjálfsögðu man ég eftir þér.... sé okkur alveg fyrir mér í kokkadressinu:) Úfff.... hvað var maður annars að spá! best að fara að læra kokkinn! og enginn sagði neitt heima, allir bara hæst ánægðir með Dögguna! Já ég skal svo segja ykkur það! En ég er ekki frá því að ég hef nýtt mér þetta "nám" upp á síðkastið..... hvar er Daggan stödd í dag? Jú jú húsmóðir!

Kveðja Dagga Schram.

Comments:
Vá var að kíkja á myndirnar þínar.. þú lítur ekkert smá vel út.. og bumban er alveg geggjað flott:D
Hlakka til að hitta ykkur á sun.
Kveðja Dröfn
 
Verður kellan með potatomouse á kantinum í þessari veislu á sunnudaginn, er þetta magnaða myndband ekki örugglega til einhversstaðar?

Smá grín í grjónanum og örugglega ekki allir sem skilja....
 
Jí það er bara að koma að þessu. Þú lítur ekkert smá vel út og að sjálfsögðu líka Gunnar;) Vildi bara kasta kveðju á þig og gangi þér rosa vel.

Kveðja,
Svanhvít.
 
HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHHAH potatomous, shit hvað það var fyndið og gott move Dagfríður.

Hafdís H
 
Jæja Grjóni minn.... ég sem hélt að við værum vinir! Nú get í strikað þig útaf listanum mínum. En svona til að þér líður betur þá fannst þetta umrædda Video í sumar...... got! Við erum að tala um það að Gunnar varð að slökkva á því eftir 10 sek, því ég hélt að ég myndi hlanda á gólfið, þetta var svo fyndið! þetta er náttúrlega bara efni í góða bíómynd:)
En að sjálfsögðu fá bara útvaldir að sjá þá bíómynd.... og ef þú heldur kjafti það sem eftir er þá er aldrei að vita nema að þú fáir boðskort. Hí hí...
Kveðja Daggan
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?