fimmtudagur, september 08, 2005

Hafið þið heyrt um hana Pavlovu???

Gleymdi nú alltaf að segja ykkur frá því þegar Arna var hérna um daginn og ég bakaði marengs tertu.. Þá segir hún allt í einu; "Já ertu að baka svona Pavlovu?" Ég var nú ekki alveg á sömu bylgjulengd og hafði nú aldrei heyrt talað um að marengs væri kölluð Pavlova.. En hún Arna mín sendi mér stutta skýringu á þessu öllu saman.... Já hér kemur hún:
"Sagan segir að þegar hin heimsfræga ballerína Anna Pavlova frá Rússlandi hafi verið á ferð í Ástralíu og Nýja Sjálandi hafi verið bökuð marengsterta sem heppnaðist ekki betur en svo að hún féll í miðjunni. Gestgjafarnir leystu málið með því að setja rjómann og ávextina ofan í skálina sem myndaðist."
Hér eftir þá mun ég alltaf baka Pavlovu fyrir gestina mína.. Það er klárt..

Svona rétt að fjölskyldunni... Viktoría byrjaði í fimleikum í dag og mætti að sjálfsögðu í fimleikadressinu og fimleikaskónum.. Mín svona líka kát með þetta og það fyndnasta... barnið var kófsveitt.. Hanna vildi meina að hún væri eina barnið sem svitnaði þarna.. Halló... Auðvitað.. Barniði er í formi.. Er ekki sagt að maður svitni meira ef maður er í góðu formi.. Ég vona allavega að það sé málið..

Hanna og Valný eru búnar að búa til nýja keppni hérna í Árósunum.. Hver verslar mest???? Þær eru allavega að rústa þessari keppni eins og er.. Það verður saga til næsta bæjar þegar ég fæ gesti sem slá þær út.. Það sést varla í auðann blett inn á herbergisgólfi hjá þeim fyrir pokum.. Þetta er ekkert smá magn.. Hanna meira að segja búin að kaupa sér klósettbursta og ruslatunnu inn á klósett... Auðvitað allt í stíl.. hahaha...

Á morgun er það svo bara LONDON BABY........... HERE WE COMEEEEEEEEEEEEEEEE...

Læt heyra frá mér eftir helgi.. Reikna með því að Daggan haldi áfram á sömu braut og haldi ykkur lesendum við efnið..

Kveð í bili..
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?