fimmtudagur, september 22, 2005
Kellan með rosalega sjón..
Já allt liðið var sent í sjónprufu hjá einhverju linsufyrirtæki sem er sponsor hjá okkur.. Þeir höfðu bara aldrei lent í að fá heilt lið inn með svona tipp topp sjón. Sögðu það nánast öruggt að í 10 manna hóp þá væru tveir sem þyrftu að fá linsur.. Mín var auðvitað best, bara ekki hægt að sjá betur.. Ég vissi það nú alveg en ég þyrfti nú frekar að láta tékk á heyrninni, ég myndi nú örugglega labba út með heyrnartæki þaðan..
Á morgun förum við svo til Köben og verðum þar alla helgina.. Ég á að spila á Sjálandi á sunnudaginn og var því tilvalið að eyða helginni í Köben.. Harpa húsfreyja og Árni bakari eru búin að bjóða okkur í veislu á laugardaginn.. Hlakka rosa mikið til enda þau snillingar í eldhúsinu sem klikka seint.. Svo skemmir nú ekki fyrir að Kristín Guðjóns verður hjá Hörpu um helgina þannig að ég mun hitta hana líka.. Það verður örugglega skipst á einhverjum sögum..
Viktorían er að gera gott mót í sundinu og fimleikunum.. Fór og horfði á hana í fimleikunum síðasta fimmtudag og varð nú ekkert smá hissa þegar músin var alltaf að læðast úr röðinni og stelast á trampólínið.. Ég hélt ég myndi andast úr hlátri. Eplið fellur nú sjaldan langt frá eikinni.. Ég fékk nú bara flash back en ég var nú alltaf mjög óvinsæl meðal þjálfaranna minna í fimleikum þar sem ég hvarf alltaf úr röðinni og fannst alltaf á trampólíninu sem var í salnum við hliðina.. Já ég skil sko Dísina mína vel.. Hvaða vitleysingar hanga í röð á meðan trampólínið er laust?
Jæja best að fara að koma sér í þýðingu.. Brjálað að gera hjá minni..
Kveðja
Hrabba
Á morgun förum við svo til Köben og verðum þar alla helgina.. Ég á að spila á Sjálandi á sunnudaginn og var því tilvalið að eyða helginni í Köben.. Harpa húsfreyja og Árni bakari eru búin að bjóða okkur í veislu á laugardaginn.. Hlakka rosa mikið til enda þau snillingar í eldhúsinu sem klikka seint.. Svo skemmir nú ekki fyrir að Kristín Guðjóns verður hjá Hörpu um helgina þannig að ég mun hitta hana líka.. Það verður örugglega skipst á einhverjum sögum..
Viktorían er að gera gott mót í sundinu og fimleikunum.. Fór og horfði á hana í fimleikunum síðasta fimmtudag og varð nú ekkert smá hissa þegar músin var alltaf að læðast úr röðinni og stelast á trampólínið.. Ég hélt ég myndi andast úr hlátri. Eplið fellur nú sjaldan langt frá eikinni.. Ég fékk nú bara flash back en ég var nú alltaf mjög óvinsæl meðal þjálfaranna minna í fimleikum þar sem ég hvarf alltaf úr röðinni og fannst alltaf á trampólíninu sem var í salnum við hliðina.. Já ég skil sko Dísina mína vel.. Hvaða vitleysingar hanga í röð á meðan trampólínið er laust?
Jæja best að fara að koma sér í þýðingu.. Brjálað að gera hjá minni..
Kveðja
Hrabba
Comments:
<< Home
Þér leiddist nú aldrei á trampólíninu. Ég var einmitt í nýja Gerpluhúsinu í dag og þar eru 2 stór trampólín og 1 sem er eins og stökkbraut, sem sagt mjög stórt. Þú og Dísin verðið að koma einhvern tíman með okkur þangað og prófa.
Arnór er rosa glaður að húfan sé fundin og segir að hún Viktoría sé snillingur að finna hana. Nú vill hann auðvitað bara að þú setjir hana í póst ekki seinna en strax...
Kveðja
Arna
Arnór er rosa glaður að húfan sé fundin og segir að hún Viktoría sé snillingur að finna hana. Nú vill hann auðvitað bara að þú setjir hana í póst ekki seinna en strax...
Kveðja
Arna
Hæ elsku foreldrar og takk fyrir spjallið um daginn. Hrabbsið mitt, ég hef ekki fengið sent frá þér stikord-þýðinguna..bíð spennt. Það er matthea@oskjuhlidarskoli.is
Knús og kossar
Matta
Skrifa ummæli
Knús og kossar
Matta
<< Home