mánudagur, september 26, 2005

Komin heim í hreint hús...

Eftir þessa fínu helgi í Köben. Fór í grill til Hörpu og Árna á laugardaginn og klikkuðu þau auðvitað ekki.. Fá 5 stjörnur af 5 mögulegum.. Takk fyrir mig elskurnar. Harpa var meira að segja búin að skera út melónu í eftirrétt, geðveikt flott. Ég þarf að fara að kaupa mér græjur í það. Það var líka rosa gaman að hitta Kristínu Guðjóns enda ekkert smá langt síðan ég hitti skvísuna. Við gátum nú aðeins spjallað kellurnar hjá Hörpu.

Steininn okkar var líka í Köben og hittum við hann á laugardeginum í Fields. Alltaf svo gaman að fá knús frá Steina. Hann var að standa sig eins og hetja í innkaupunum, Kristín á sko eftir að vera ánægð með kallinn.

Í gær var síðan leikur hjá mér á móti Roar frá Roskilde.. Hörkuspennandi leikur sem endaði 45-19. Við erum sem sagt með 55 mörk í plús eftir fyrstu tvo leikina. Hvað er það??? Við eigum svo að spila við liðið hennar Hörpu á sunnudaginn, gaman gaman..

Meðan við vorum í burtu lánuðum við Írisi og hinum íslensku stelpunum sem eru í íþróttaháskólanum húsið. Ég get svo svarið það að húsið hefur aldrei verið jafn hreint og það er núna.. Íris fór hamförum hérna í þrifunum og skúraði allt (var víst komin á fjórar til að reyna að ná einhverjum blettum), tók ísskápinn í gegn og þvoði allan þvottinn okkar (og nb. þvottavélin okkar er biluð þannig að hún fór með þvottinn yfir í háskóla og þvoði hann þar.. SNILLINGUR.. Hún fær sko húsið mitt aftur lánað við fyrsta tækifæri.. Eða bara spurning um að ættleiða hana..

Hef þetta gott í bili..
Hrabba

Comments:
Hi from Canada
Your blog is very interesting, keep on going!
 
Er ekki hægt að fá þessa gesti þína lánaða? Við erum alveg til í að fá svona fólk í heimsókn (ekki veitir af....)
 
Erna mín ég skal allavega segja þeim að þær séu velkomnar á Blönduós..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?