miðvikudagur, september 14, 2005

London baby og HANDBOLTINN...

Já fórum í þessa líka fínu ferð til London um helgina.. Við vorum nú reyndar ekki komin fyrr en á miðnætti á föstudaginn og hafði Ragga pantað fyrir okkur driver.. Sú ferð byrjaði mjög vel þegar bílstjórinn spurði okkur hvort við spiluðm fótbolta líka.. Alltaf jafn gaman að segja frá því (í Englandi)að maður spili handbolta.. Viktor sagði sem sagt að ég spilaði handbolta og lifnaði nú heldur betur yfir karlinum sem kvaðst sjálfur hafað spilað handbolta í gamla daga.. Ég var auðvitað mjög hissa þar sem íþróttinn þekkist varla í Englandi.. Annað átti samt eftir að koma á daginn þegar hann fór að tala um að hann hafi alltaf notað HANSKA þegar hann var að spila.. Ég ekki alveg að skilja... Svo hélt hann áfram....... Já ef maður spáir í því þá er handbolti bara skvass áður en spaðarnir komu í leikinn.. Sami völlur, maður notaði bara hendurnar í staðinn fyrir spaðann.. Ég hélt ég myndi andast úr hlátri þarna aftur í bílnum.. Spáið í því að hann var bara að tala um svona rugl eins og ég hef séð í einhverjum bíómyndum þegar tveir menn eru að slá litlum bláum bolta í vegg með lófanum.. Maður ætti kannski bara að setja upp hanskann og prófa þetta...

Eftir þessa frábæru bílferð komum við síðan í höllina hennar Röggu og haldiði að skvísan hafi ekki bara tekið á móti okkur með bumbu.. Ekkert smá fyndin.. Var ekkert að segja mér frá þessu.. Ætlaði bara að koma mér á óvart þegar ég kæmi.. Hún var ekkert smá flott með litlu bumbuna sína..
Á laugardaginn fórum við svo og horfðum á Eið vinna Sunderland 2-0.. Alltaf gaman að komast í stemninguna.. Um kvöldið fórum við svo sem boðflennur í afmæli til Rögnu Lóu en þau buðu öllum rosa fínt út að borða og fengum við að fljóta með.. Hind auglýsingagella var í heimsókn hjá Rögnu Lóu og var voða gaman að hitta hana í rosa gír..

Sunnudagurinn var bara tekinn rólega.. Ég fór í pönnsugerð við mikinn fögnuð viðstaddra og þurfti ég að baka tvær risa uppskriftir ofaní liðið.. Klaufapönnsurnar klikka seint enda um margfalda meistarauppskrift að ræða...
Um kvöldið grilluðum við svo rosa góðan mat og tjöttuðum og spiluðum... Æðisleg ferð í alla staði og gott að koma bara í afslöppun og hitta Rögguna mína sem ég sé alltof sjaldan..
Um nóttina var svo bara ræs fyrir fimm til að ná morgunvélinni.. Viktor átti að mæta í vinnu um hádegi og ég átti að vera klár í að hálshöggva og reita endur.. Allt liðið var látið elda 6 rétta glæsimáltíð handa sponsorunum okkar á rosa flottum veitingastað (sem er líka sponsor hjá okkur).. Það var önd í aðalrétt og þurftum við sjálfar að höggva af þeim hausinn og vængina og reita þessi grey.. Fór þetta misvel í liðið.. Ég mun fá myndir af þessu bráðum og henda þeim inn á síðuna.. Þetta heppnaðist rosa vel hjá okkur og vorum við ekki komnar heim fyrr en 12 á miðnætti.. Mjög erfiður dagur þar sem við stóðum allan daginn og vorum látnar elda, baka og þjóna...

Það fer svo að styttast í fjörið.. Fyrsti leikur á sunnudaginn.. Davíð og Diljá koma um helgina þannig að það er skemmtileg helgi framundan með litla kærustuparið..

Ferð að kasta mér í bælið..
Hrabba

Comments:
sælar Hrabba! og takk fyrir síðast, maður var að tapa sér í stuðinu bara, þið komið næst með á klúbbinn þar var nú meira ruglið! kv. Hind
 
Takk sömuleiðis skvísa.. Rosa gaman að hitta þig.. Var Bibba með á klúbbnum????
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?