miðvikudagur, september 21, 2005

Lundaveislan klikkaði ekki!

Talandi um að þýska sjónvarpið sé eitthvað gú gú.....fullorðnir menn að kúka í bleygju og svona! Það vildi svo til að móðir mín skellti nánast á mig á mánudaginn því hún var að missa af einhverju brjálæðislega fyndnu atriði í sjónvarpinu.... hún reyndi að lýsa fyrir mig hvað var í gangi hjá strákunum okkar á stöð 2.... Pétur var látin kúka í bleygju og Auddi átti að skipta á honum, bara snilld! Hefði viljað sjá þetta.... þessir þættir eru eitt af mörgu sem ég sakna heima. Annars getur kellan andað léttar núna þar sem Premiere er komið í gang, helvíti fínt. Eibba mín ég mæli með þessu, þetta er eitthvað sem er ómissandi fyrir okkur kjellingarnar hérna úti.

En gaman að heyra að fyrstu stigin séu komin í hús hjá Hröbbunni, flott að þetta byrjar svona vel hjá kellunni! Til lukku elskan!
Annars er mín enn þá með gesti, svo það er nóg að gera hjá minni. Við vorum flott á því á sunnudaginn og buðum Robba og fjöllu í Lundaveislu! Jú jú..... alveg brjáluð eyjastemmning, þýðir ekkert annað þegar húsið er fullt af eyjafólki. En Lundinn bragðaðist bara ljómandi.... aðeins betri en þegar maður fær hann ískaldan í hvítu tjöldunum á þjóðhátíð.

Úfff..... hef ekkert meira að segja að sinni, enda voða lítið að gerast hjá tjéttlingunni.
Frau Dagfred.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?