þriðjudagur, september 27, 2005
Prímadonnur dauðans....
Ég á nú varla til eitt aukatekið núna.. Dönsku landsliðskellurnar eru alveg kolvitlausar núna og hóta því að fara í verkfall frá lansliðinu og hreinlega spila ekki með á HM núna í desember ef þær fá ekki launahækkun.. Við erum að tala um að þær eru að fá um 2,5 milljónir fyrir að spila með landsliðinu á ári. Svo fá þær auðvitað mikið meiri pening fyrir að spila með félagsliðum sínum hérna og plús auglýsingasamninga.. Spáiði í prímadonnum.. Svo er það besta að margar hafa ekki verið að gefa kost á sér í landsliðið undanfarin ár.. Hvað er það???
Hrabban brjáluð núna og ætlar að taka í nokkrar prímó þegar hún nær í skottið á þeim. Og ég sem er að borga með mér í landsliðinu..
Hrabban brjáluð núna og ætlar að taka í nokkrar prímó þegar hún nær í skottið á þeim. Og ég sem er að borga með mér í landsliðinu..
Comments:
<< Home
Þær eru örugglega öfundsjúkar út í okkur af því að við fáum 5 millur á ári fyrir að spila með ísl.landsliðinu....það er kannski kominn tími til að skjóta þessu að hsí að við erum að borga með okkur að vera þarna......
kv Jónan
kv Jónan
sammála örnu...mér finnst að þú ættir að sækja um danskan ríkisborgararétt!! getur breytt nafni þínu í leiðinni í hanne skulesen eða eitthvað álíka.....
Stelpur mínar alveg rólegar.. Eruð þið búnar að gleyma hvað kellan er gömul.. Ég veit nú svo sem ekkert hvað ég á að gera við alla peningana mína svo af hverju ekki bara að borga með sér.. Einmitt.....
Skrifa ummæli
<< Home