föstudagur, september 16, 2005

Þýska sjónvarpið ekki að gera sig!

Ferðin til Metzingen var bara askoti fín, maður náði aðeins að bæta í fataskápinn, tapaði mér ekkert en sá margt spennandi sem ég gæti hugsaði mér þegar maður er komin í rétt númer. En Guntherinn var að sjálfsögðu dressaður upp svo hann var alsæll, það er ekki á hverjum degi sem greyið strákurinn getur valið úr. Kellan á pottþétt eftir að fara seinna, en það er verið að setja upp Diesel búð þarna, svo það skemmir ekki fyrir.
Þetta eru annars bara búnir að vera rólegir dagar, það er verið að betrum bæta íbúðina eitthvað, tengdó með borvélina á lofti, setja upp gardínur og svona. Eitthvað sem karlinn minn þótti allt of stórt verkefni...... össss ég ætla nú ekki að byrja núna að vera einhver tuðkerling, en kommon!
Þar sem ég hef svo lítið að segja frá þá sé ég mig knúna til að deila með ykkur sjónvarpsefni sem karlinn var vitni af í þýska Tv-inu.....Við erum að tala um að þetta var þáttur um einstaklinga sem lifa "svolitlu spes" lífi og hvar annars staðar en í USA. Je dúdda mía, við erum að tala um mann um 40 ára sem lifir bara á góðum arf frá foreldrum og þarf ekkert að hugsa um það að vinna.... þess í stað hefur hann tileinkað lífi sínu að lifa eins og smábarn. Maðurinn vaknar á morgnana, setur á sig bleyju, fer í barnafatnað og setur upp í sig snuðið og leggur svo af stað niður í bæ. Hann eyðir svo deginum í búðum þar sem fást barnarvörur fyrir svona sjúklinga eins og hann ( jebb við erum að tala um það að það eru til nokkrar svoleiðis búðir í USA), gerir kannski í brækurnar í leiðinni, svona eins og þessi litlu börn eiga til og svo hoppar hann inn í þvottahús til að þrífa bleyjurnar af sér. Finnst ykkur þetta ekki bara eðlilegt? Jú manni getur nú blöskrað!
Því sáum við Gunnar okkur knúin til að fá okkur Premiere = nokkrar auka stöðvar sem sagt. Maður verður náttúrlega bara ruglaður á þessari vitleysu sem þeir bjóða manni frítt.
Hef þetta fínt í bili
Dagný

Comments:
Ó mæ god...á hvað eruð þið að horfa þarna í sveitinni??? Ég hef greinilega misst af þessum þætti en endilega láttu mig vita hvernig nyju rásirnar virka því kellan er búin að vera væla um að fá þær lengi :)
Eibbsan
 
hahahhaha...hrein snilld. hvað er að!!:)!! Veit ekki hvort ég er geðveik, en ég væri alveg til í að sjá þennan þátt.....

Allavega, gangi þér vel með bumbuna, lítið eftir er það ekki?

Kveðja,

Herborg, sem er með smá bungu á maganum og komin 18 vikur:)
 
Til lukku Herborg mín, kellan bara að verða big mama eins og Dagný. Um að gera að njóta bumbutímans, hann er bara askoti fínn.... maður hefur til dæmis alltaf afsökun til að borða eða slaka á:-)

Und Eibbs! Vorum að fá Premiere í hús og karlinn er að reyna að tengja þetta allt saman, gengur reyndar ekkert spes, en mín er þolinmóð.
Kveðja Dagný
 
Hhahaha.......ég væri sko til í að sjá þennan þátt.Djö....getur fólk verið klikkað.
Vona að þú hafir það gott Dagný mín,það styttist óðum í litla gúmmíbjörnin.
Eik biður að heilsa,hún er orðin algjört matargat og er nánast farin að sitja ein. Já tíminn líður sko hratt maður.
Ég verð að fara að hringja í þig.
Bið að heilsa Gunther.
Kosar og knúsar frá mér.
Kveðja,Þórdís
 
....átti að vera kossar og knúsar
 
djöfull er þetta magnað kallinn komst inn og nú getur hann skrifað eitthvað massívt bull hehe nei annars sleppum því núna, núna er mar að detta í sama ruglið og Daði ekkert nema kjellingar í kringum man,það er nett Ósabakka stemmning í þessu hérna ,bið að heilsa ykkur öllum vinir mínir knús úr Hafnarfirðinum
 
Ánægð með Grjónann að vera kominn í samband við umheiminn.. Spurning um að Grjóninn fari að skrifa pistla.. hehe.. Karlinn á nú nokkrar góðar sögur af Skúladætrum.. Ég öfunda þig nú mikið af Ósabakka stemningunni.. Það var nú sjaldan lognmolla í Ósabakkanum...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?