fimmtudagur, október 13, 2005

13 Okt!


Hún Hanna lilla syst er 19 ára í dag, til lukku með daginn elskan! Og svo er hún amma gamla í sveitinni 70 ára í dag...... hún er pottþétt mikið á netinu kellan svo þessi kveðja ætti að berast til hennar....híhí! En því miður fáið þið ekkert kríli í afmæisgjöf:( ekkert að gerast hjá minni, ég reyni hvað ég get til að flýta fyrir, fer í göngur, þríf heima hjá mér eins og ég get og reyni að borða Chilli, mér skilst nefnilega að sterkur matur eigi að hafa einhver áhrif. En það eru víst fullt af öðrum afmælisbörnum sem ég þekki í þessum mánuði, svo nú er bara spurning hver hlýtur heppnina:)

Annars mest lítið að frétta, fórum reyndar í mat til vinafólks í gærkveldi (ef kalla skal vinafólk, þekkjum þau voða lítið en þau vildu endilega bjóða okkur í mat). Að sjálfsögðu ætluðum við að spila okkur fínt með því færa hjónakornunum smá gjöf eins og alltaf er gert í Þýskalandi, þá erum við að tala um Blóm, konfekt eða rauðvín. Jú jú mín var flott á því og keppti þetta flotta konfekt og svo vildi Gunnar bæta einni rauðvín með, keyptum rauðvínsflösku á 4 Evrur en ég passaði að kaupa fínan gjafapappír undir flöskuna svo karlinn héldi að þetta væri eitthvað aðeins meira en 4 Evru virði(ég veit ekki hvað við vorum að spá í búðinni, okkur fannst þetta bara flottasta flaskan).....en allavega þegar við komum á staðinn þá var okkur heldur betur brugðið, fólkið bjó í einhverri villu og það fyrsta sem karlinn gerði þegar Gunnar kom inn var að sýna honum vínkjallarann.....frábært! Við erum að tala um það að maðurinn verslar ekki vínið sitt út í búð heldur er þetta svo flott allt hjá honum að hann fær flöskurnar í skipti í viðskiptum..... nokkrar flöskur voru á rúmar 1000 evrur flaskan! Svo það er óhætt að segja að við vorum ekki að gera gott mót í þessari gjöf...... og hann lét okkur svíða í sárið með því að tala um öll þessi gæða vín sín á meðan við borðuðum, ég gat nú ekki annað en hlegið inn í mér!

Jæja ég ætla að fara að gera eitthvað að viti! Hversu viturlegt sem það getur orðið!
Over and out Dagný

Comments:
Smá ráð sem ég heyrði þegar ég vildi að skvísurnar mínar færu að koma...það er víst mjög gott að gleypa smá laxarolíu..og kynlíf gerir víst góða hluti(Go Gunnar),svo eitthvað sé nefnt;)En þetta kemur eflaust bara þegar það vill...líður eflaust vel þarna inni..Hlökkum til að heyra fréttir:=)Nú er það Bachelor!!
bestu kv.Ebba..svo sendir auðvitað kallinn feitt knús !
 
Til hamingju með daginn
Love
V Hólm
 
hehe sé ykkur fyrir mér í villunni með 4 evru flöskuna heheh þér hefur bara liðið helv... vel eða þannig ehehehh.
kv Jóna
 
ha ha ha gastu ekki bara rekið þig í flöskuna og látið hans brotna eða sagt að þetta væri munnskol eða eitthvað..
bíðum spennt eftir fréttum frá ykkur...

En elsku Hanna okkar til hamingju með daginn vona þú hafir haft það rosa gott og einhver dekrað við þig í tætlur..
kv Minna í orlofi
 
Vá hvað við erum búnar að hlæja mikið af þessu með flöskuna. Snillingar.. Ánægð með Ebbuna, Dagný og Gunnar hlusta á konu með reynslu.. Gunnsinn ætti að vera ánægður með ráðin.
 
Jebb þetta var sem sagt frekar neiðarlegt! En Guntherinn var sáttur við boðið og endaði svolítið skakkur eftir þessa fínu víndrykkju! Það er óhætt að segja að heimferðin hafi verið skemmtileg..... við hlógum mikið að þessu á leiðinni:)
Og við erum strax farin að rífast um hver fær þann heiður að spyrja þau hvernig vínið smakkaðist!
Kveðja Dagný
 
Dagný, ég fór 11 daga framyfir, fór svo daginn áður en ég átti og lét hreyfa við belgnum, svín virkar.

En gangi ykkur vel
kv. Hafdís H.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?