miðvikudagur, október 26, 2005

14 tímar í gullmolann...

Oh hvað ég hlakka mikið til.. Ég og Viktoría búnar að vera að dunda okkur við að pakka inn pökkum.. Hún orðin voða spennt.. Ég mun nú skrifa nokkrar línur frá Germany..

Úr vinnunni er það að frétta að frú Hásin hringdi í dag og tilkynnti að hún yrði í veikindaleyfi allavega í eina viku lengur (það gera í allt 3 vikur).. Ég gleymdi nú að segja ykkur frá því besta í síðustu færslu.. Frú Hásin mætti nefninlega á fundin á mánudaginn og haldiði að hún hafi ekki HJÓLAÐ HEIM.. Hvernig finnst ykkur það??
Svo er það önnur sem er að vinna með mér sem byrjaði þann 1.sept sem er búin að vera veik 14 vinnudaga (á innan við tveimur mánuðum).. Það er sem sagt nóg að gera hjá mér..

Annars ekkert nýtt að frétta..
Hrabba

Comments:
Það eru engin smá meiðsli á þessum leikskóla hjá þér. Djöfull hlýtur hún að vera að drepast í hásinunum fyrst að hún gat hjólað heim


Hilsen
 
Hvernig væri að þú settir upp vinnuskóla fyrir þetta lið til að herða það upp og gera það að góðum og gildum þjóðfélagsþegnum. Ég veit um nokkra sjálfboðaliða sem munar ekkert um að bæta á sig nokkrum prósentum í viðbót í vinnu til að aðstoða þig en ég nefni engin nöfn þar sem sumir eru of náskyldir þér. kveðja Lóa
 
Elsku Hrabba mín maður getur hjólað þótt maður sé slæmur í hásininni þú heldur fætinum beinum, ég tala af reynslu, hún er samt aumingi að vera ekki í vinnu
Kv. Inga Fríða
 
Hvernig er það er eitthvað hægt að fá að vera viðstaddur þessa fundi? Kv. Mæja
 
Blessaðar gellur! Til hamingju með prinsinn Dagný! Gott að allt gengur vel...

En yfir í allt annað... Hrabba, ég er búin að setja ferðasöguna frá Póllandi inn á síðuna hjá mér. Hún er undir Ýmislegt þarna vinstra megin... Þú bara hleeeeeður henni inn á tölvuna þína!

Kveðja, Dísa skvísa!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?