miðvikudagur, október 05, 2005

5.oktober og það er bikíníveður í Danaveldi..

Allavega í Árósunum góðu.. Þvílík snilld í dag og í gær er búið að vera heiðskírt, glampandi sól og um 18° hiti í skugga. Ég var að stikna í stuttermabol í vinnunni í dag. Ef ég hefði verið heima þá hefði ég farið út á bekk í sólbað. Spurning um að fara að kíkja í heimsókn og sleppa við að skafa þarna á klakanum... hehehe..

Alltaf gaman af því þegar nýjar íþróttagreinar líta dagsins ljós.. Já og það nýjasta er Skák-box.. Sambland af hnefaleikum og boxi.. Hvað er það?? Það er skipst á að tefla hraðskák og boxa. Hvaða snillingi hefur dottið í hug að blanda saman þessum tveimur íþróttagreinum??

Annars ekkert merkilegt að gerast. Bara njóta góða veðursins..
Hrabba

Comments:
Þetta er náttúrulega bara snilld þetta veður....hver stendur fyrir þessu eiginlega?!!
Afmæliskaffi á nesinu góða um helgina ;O)
síja, Tinna
 
Það er naumast, kallinn er svo lamaður í þessari veröld tölvunnar og bloggsins að hann hefur ekki hugmynd um hvað það þýðir að vera klukkaður, en allavega þá er snillinn ég nýkominn frá Minneapolis skellti mér þangað með le stykk(Gaui) að sækja barnaföt, það er nebbla búið að hanna svona heimsendingu á svona fötum þannig að pappakassar einsog ég mæta bara á hótelið og ná í sendinguna og fyrst þetta er svona hentugt þá ákváðu ég og Gaui að heiðra Bono, Edge, Adam Clayton og Larry Mullen Jnr. með nærveru okkar, ég meina hvað var svo sem annað hægt að gera fyrst fötin voru komin uppá herb. Tónleikarnir voru þeir rosalegustu sem ég hef séð það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu með orðum...
Annars er maður bara að rembast í fæðingarorlofi og horfa á íslenska Bachelorinn, þetta er eitthvað sem þið systir ættuð að kynna ykkur, ég meina Hekla Daða er að brillera og það voru skonsur sem fóru heim grátandi eftir þáttinn í kvöld...herra guð,voru búnar að sjá gaurinn í einn dag og fóru svo heim vælandi, þetta er eitthvað fyrir mig að hlæja að...
Verð með fleiri pistla síðar elskurnar Kveðja Grjóni
 
Grjóni minn þú mátt koma með eins marga pistla og þú vilt. Þú ættir nú að hafa ágætis tíma í orlofinu. hehe.. Auðvitað fylgist ég með Bachelorinum. Hekla Daða að gera gott mót, ánægð með kelluna.. Annars finnst mér fyndnast að þú getur látið Bachelorinn tala inn á talhólfið þitt og fengið skjámynd á símann þinn af einhverjum af þátttakendunum.. hahahaha...
Þetta með Bono og félaga vil ég ekki heyra mikið meira um svo þú mátt alveg skrifa pistla um eitthvað annað.. Knús knús
 
Drífa var að skora 13-10 fyrir Val og Gunnur Sveins svaraði jafn harðan fyir FH 13-11 ÞAÐ ER EKKERT AÐ GERA HÉRNA Á ÞESSU SKERI, ER AÐ BÍÐA EFTIR AÐ FÓTBOLTINN BYRJI Á SÝN og það er núna annars er Valur yfir 14-12 í hálfleik
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?