laugardagur, október 29, 2005

Algjör draumur..

Já það er óhætt að segja að móðursystirinn hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum með litla frænda.. Hann er algjört æði, ekkert eðlilega fallegur enda hefur hann nú ekki langt að sækja fegurðina.. Ég var varla búin að fá hann í fangið þegar hann ákvað að kúka á mig.. Var í fullum skrúða vafinn inn í teppi og tóks á einhvern ótrúlegan hátt að kúka í gegnum allt og þar á meðal mig.. Auðvitað bara snilld (finnst ég vera mjög sérstök þar sem ég er sú eina sem hann hefur kúkað á).. Á meðan við vorum að skipta á honum þá ákvað hann nú að setja punktinn yfir i-ið og pissaði á hendina á mér.. Þvílíkur snillingur með húmor, en eins gott að taka það fram að honum líður rosalega vel hjá móðursystur sinni.. Maður nýtir öll tækifæri til að halda á honum á meðan hann er vakandi en það er alls ekki svo oft því hann er eflaust búinn að slá met í að sofa mikið.. Hann er bara ótrúlega vær og góður eins og Moster Habba var örugglega líka.

Í dag skelltum við okkur í risa moll.. Mikilvægt að koma litla frænda í sýklaárás svo hann verði nú hörkutól.. Það er búið að komast að því að honum líður hvergi betur.. Ég gerði rosa góð kaup og tókst að versla mér skó, buxur og tvenna boli.. Alltaf gott að vera ekki með karlinn með mér.. Og talandi um að vera með peppara (Daggan)í staðinn.. Greyið Viktoría varð að moskítómat í nótt og er öll út í risa stórum bitum.. Greyið klórar sér bara út í eitt.. Dagný hleypur nú um íbúðina með flugnaspaðann og er orðin að TERMINATOR..

Ég byrjaði nú reyndar daginn á því að fara að lyfta með Gunnari.. Það endaði með því að ég var skráð í þýska lyftingasambandið.. Einhver massinn alveg á því að ég væri nú ekki á réttri hillu með boltann.. Mjög eðlilegt að hafa einhvern massa trítlandi á eftir sér allan tímann og spyrja mig um maxið mitt í hinu og þessu..

Rétt áðan heyrði ég svo nágrannana hennar Dagnýjar leika við hvort annað.. Hún hefur nú skrifað um þetta hérna á síðunni áður en guð minn góður ég gat nú ekki ímyndað mér að þetta væri svona rosalega slæmt.. Þau gelta bara eins og brjálæðingar og eru með þessar furðulegustu stunur.. Svo hendist rúmið örugglega bara á milli veggjanna.. Þvílík og önnur eins læti.. Ég spurði einmitt múttu hvort að hún ætlaði ekki að fá sér rettu eftir öll lætin.. Já og þetta á litli frændi eftir að alast upp við.. Geltandi nágrannar..

Við horfðum svo auðvitað á Batchelorinn áðan.. Þetta er auðvitað þvílík snilld.. Rosalega hef ég gaman að þessu.. Nú er bara að bíða í heila viku eftir næsta þætti..

Er farinn í háttinn..
Hrabba móðursystir..

Comments:
þið verðið að vera duglegar að setja inn myndir af lítla rúsínukallinum við bíðum spennt.
kv. Johnny
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?