mánudagur, október 31, 2005

Alltof stutt stopp..

Vá hvað við mæðgur hefðum nú viljað vera lengur í Þýskalandinu.. Vorum hjá Dagnýju frá fim til lau og prinsinn bara æðislegur eins og ég hef nú áður sagt.. Það var alveg æðislegt að vera hjá þeim og tíminn alltof fljótur að líða. Viktoría var nú frekar svekkt að þurfa að kveðja, sagðist vilja vera 1000 daga lengur hjá litla frænda.. Hún var ekkert smá sátt við hann fékk líka rosa oft að halda á honum.. Má segja að það hafi fljótt gleymst að hann væri ekki prinsessa eins og hún var búin að vona.. Nú talar hún um lítið annað en litla frænda..

Gleymdi nú að segja að við komum bara í geggjað veður í Þýskalandið.. Var á stutterma allan tímann. Á fim og fös var heiðskírt, sól og logn og ekki nema um 23°hiti.. Á sama tíma voru allir á Íslandi í geðsjúku veðri að reyna að komast eitthvað áfram.. Þetta er auðvitað bara rugl..

Við fórum svo ti Eibbu og co á lau og gistum þar eina nótt.. Við hefðum líka þurft lengri tíma þar.. Viktoríu fannst ekkert gaman að þurfa líka að fara frá þeim svona fljótt.. Lúkas bjútí að gera rosa gott mót.. Hann er bara orðin risa stór og ekkert smá gaman að honum.. Ég sá leik hjá Eibbu og Elvu á lau.. Völtuðu yfir eitthvað lið og eru bara að valta þessari deild.. Ekkert smá góðar.. Það var nú reyndar eitthvað verið að spara kjellurnar fyrir bikarleikinn á morgun en þá mæta þær þýsku meisturunum..

Við flugum svo heim í gærkvöldi og fengum félagsskap frá Vigni Svavars "sveitalubba" frá Skjern.. Gaman að því og Viktoría átti einn rosalegan gullmola; Ég var að segja henni að Vignir væri líka að spila handbolta í Danmörku eins og ég.. Hún lítur á mig með þennan líka furðusvip og segir: "Mamma í alvöru???? Geta karlar líka spilað handbolta?????? Þeir gerast nú ekki betri og uppeldið greinilega á góðri leið.. Við förum nú oft að horfa á Stulla keppa en frönsku pullurnar heilla greinilega meira en karlaboltinn... hehe..

Það var svo tekið á móti okkur með snilldarhætti.. Júlli og Jóhann eru búnir að vera hérna alla helgina og haldiði að strákarnir hafi ekki tekið á móti mér með risa pakka og hvað haldiði að hafi verið í honum???? Jú jú mexíkönsk pizza frá Cooks Holstebro.. Hef aldrei verið jafn nálægt því að grenja úr gleði.. Og þið eruð að grínast með hvað hún var góð....

Verða að hoppa í háttinn.. Kellan bara komin í vinnu dauðans sökum aumingjaskaps starfsfélaganna.. Verður gaman að sjá hvort frú hásin fari ekki að hringja til að tilkynna að hún verði í lengra veikindaleyfi.. Eða hin sem fékk skitu og hefur ekki mætt í tvær vikur eftir það.. Djöfull er hægt að skíta.........

Ble ble
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?