sunnudagur, október 02, 2005

Best að ljúka klukkinu af..

Mjög sniðugt þetta klukk.. Ég er búin að hlæja mikið af klukksögum.. Guðrún Drífa hvernig er hægt að vera svona óheppinn, málningardollan var snilld.. Það er líka búið að klukka Dagnýju og Drífu, það verður nú ekkert erfitt fyrir þær að koma með nokkrar góðar sögur.. En allavega þetta er ÉG:

1. Það var víst algjör martröð að passa mig þegar ég var lítil, það segir allavega Jónína frænka.. Einu sinni vorum við að tannbursta okkur saman þegar mér fannst hún búin að vera allt of lengi að spýta og skola og var allt of mikið fyrir mér þannig að ég tók auðvitað bara allt góssið upp í mér og spýtti því ofan á hausinn á henni.. Hún er enn pirruð yfir þessu atviki.. Hún var líka einhvern tímann að passa mig, Dagnýju og Drífu og voru þær nýbúnar að læra að hjóla á þríhjólum.. Ég auðvitað rosalega sniðug og lét þær hjóla í sitthvora áttina svo Jónína þyrfti aðeins að hafa fyrir því að ná þeim.. Á meðan hló ég mig vitlausa.. Ég veit það ekki en mér finnst ég bara rosa fyndin...

2. Þegar ég var lítil var ég einu sinni með pabba í sturtu. Allt í einu segi ég: Pabbi kúka í sturtuna (og benti á milli lappanna á honum).. Það var víst eitthvað annað en kúkur sem hékk þarna á milli lappanna á honum.. Ég hefði nú skilið þetta ef hann væri svertingi..

3. Ég er rugl hjátrúarfull og neyddist t.d. til að henda lukkunærbuxunum um daginn þar sem þær voru komnar í sundur. Nenni ekki einu sinni að telja upp allt hjátrúarruglið í mér..

4. Undanfarið er ég búin að vera á fullu að þýða danskt spil yfir á íslensku (hrikalega skemmtilegt) og er það á leið í prentun. Það á sem sagt að vera komið á klakann fyrir jól þannig að nú þurfið þið ekkert að hugsa meira um hvað þið ætlið að setja í jólapakkana í ár (besta jólagjöfin).. Þetta er SPIL SPILANNA... Er búin að prófa það á mörgum vinum og kunningjum (fær bestu dóma frá öllum).. Þetta er sem sagt ástæðan fyrir of fáum bloggfærslum undanfarið.. Ég mun kynna spilið mun betur seinna hérna á síðunni og láta alla góða bloggara auglýsa fyrir mig..

5. Það er svo mikil snilld að búa í Danaveldi að mig langar ekkert heim til Íslands. Hélt að ég myndi aldrei segja þetta en þetta er satt.

Þetta var klukk dagsins.. Dagný og Drífa koma svo.. Get ekki beðið eftir því að sjá hvað þið komið til með að skrifa..

Ég klukka: Matthildi, Svölu, Eivor, Hönnu Lóu og Grjónann okkar (Grjóni minn þú verður bara að setja klukkið þitt í comments hjá okkur).

Annars vorum við að spila á móti Ydum áðan, liðinu hennar Hörpu og unnum við 39-32.. Vorum samt að spila illa.. Markmennirnir okkar tóku ekkert, hefðum getað sett keilu í markið. Dómararnir í þessum leik voru líka bara grín munaði reyndar mjög litlu að annar dómarinn þyrfti að fara útaf þegar hornamaðurinn okkar hljóp hann niður í hraðaupphlaupi (hann var fyrir).. Við eigum svo leik á sunnudaginn á móti TMS sem er spáð einu af fjórum efstu sætunum.

Hef þetta ekki lengra í bili.
Hrabba

Comments:
Ó mæ Hrabba...ég sé þig alveg fyrir mér að senda tvillingana í sitthvora áttina og hlæja svo þínum hrossahlátri!!! heheeheh

en vá þetta spil er sko BARA SNILLD.....meira segja Daddi gat spilað það!! híhí
en þetta verður sko jólagjöfin í ár...alla vega frá mér..það fá ALLIR þetta spil í jólagjöf frá mér!!
kveðja Tinna ;o)
 
p.s. Hrabba var þetta ekki það sem ég átti að segja??!! hehehe
TT
 
Djók....þetta spil er alger snilld...og ekta fyrir svona spilasjúklinga eins og mig... MÆLI MEÐ ÞVÍ...
Hilsen Tinna
 
Hahaha.. Þú ert snillingur Tinna mín..
 
Áttu ekki örugglega ennþá Mínu handklæðið (sem er stundum með vindil....:-). Vona að þú hafir ekki þurft að henda öllu gamla lukkudótinu!
 
Erna mín ég verð því miður að tilkynna að Mínu handklæðið var kvatt með tárum fyrir stuttu. Aðeins 18 ára gamalt.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?