sunnudagur, október 23, 2005
Daggan í mömmó......
Jebbí debbí..... þetta er mama Dagný og lilli mol!
Komin smá tími á færslu, mín búin að vera svolítið upptekin í mömmó. En það gengur alveg rosalega vel, prinsinn sefur eins og engill og fær sér sjúss hjá múttu þess á milli:) Já ég skal segja ykkur það góðir gestir að það er lítið mál að vera mamma, held að maður sé bara farin að huga að því að setja aftur í ofninn, þetta er svo yndislegt:) Maður er nú samt búin að fá góða hjálp frá reynsluboltanum henni mömmu minni og er búið að vera brjálað á gera hjá henni að dekra við okkur, í þessum skrifuðum orðum er kellan að baka pönnukökur handa okkur....nammi namm!
En við fórum í okkar fyrsta bíltúr í gær, tengdó er mætt á svæðið og verður til morguns, stutt stopp hjá þeim. Svo er spenningur fyrir komu móðursysturinnar miklu og Vittulingnum.....en með þessari færslu lýsi ég eftir Hröbbunni, ég held að það sé kominn tími á færslu hjá kellunni.
Annars voða lítið að frétta. Reyndar var liðið hans Gunnars að spila í gær og unnu sigur á Minden....fínt mál það!
Big mama reynir að setja nokkrar myndir í viðbót, svo þið getið fylgst með!
Kveðja Mama Dagný (eins og þjóðverjarnir kjósa að kalla mig).
Comments:
<< Home
Til lukku með gullið.
Ákvað að skrifa hérna þar sem að það voru svo margir búnir að skirfa á hinum staðnum :)
Nokkur "Kalla Erlings five" upp á það
Hvað þarf maður að gera til þess að komast í úrvalsdeildina hjá ykkur?
Hilsen frá Norge
Kiddi
Ákvað að skrifa hérna þar sem að það voru svo margir búnir að skirfa á hinum staðnum :)
Nokkur "Kalla Erlings five" upp á það
Hvað þarf maður að gera til þess að komast í úrvalsdeildina hjá ykkur?
Hilsen frá Norge
Kiddi
mæli einmitt með að setja aftur í ofninn..fljólega,kannski ekki alveg strax en...Þetta er nefnilega ennþá auðveldara með barn númer 2..hehe
Kv.Ebba og family
Kv.Ebba og family
Hæ hæ
Ég tek sko undir það að þú ert ekkert smá mömmuleg ;) og um að gera að setja fljótlega í ofninn aftur þetta er svo yndislegt að eiga svona kríli
bestu kveðjur
Inga Jóna
Ég tek sko undir það að þú ert ekkert smá mömmuleg ;) og um að gera að setja fljótlega í ofninn aftur þetta er svo yndislegt að eiga svona kríli
bestu kveðjur
Inga Jóna
Þú ert svo mömmuleg músin mín og molinn þinn er æði :)
Gangi ykkur vel með allt litla fjölskylda.
Kveðja Harpa Mel
Gangi ykkur vel með allt litla fjölskylda.
Kveðja Harpa Mel
Þið eruð nú meiri krúttin, hann er svo mikið krútt litli stubburinn æi langar svo að sjá hann er alltaf að kíkja á myndir af honum er æði viltu ekki vera sæt mussi að senda mér heimilisfangið ykkar á smsi í danska símann minn og þá fæ ég númerið þitt líka númerið mitt er 004526782102!
Njóttu þess að vera orðin mommy honey er ábyggilega æði og ert ábyggilega snilldar mamma!
Knús knús frá frú Sigríði ;-)
Skrifa ummæli
Njóttu þess að vera orðin mommy honey er ábyggilega æði og ert ábyggilega snilldar mamma!
Knús knús frá frú Sigríði ;-)
<< Home