laugardagur, október 08, 2005

Fróðleiksmoli dagsins í boði Hröbbu Skúla...

Já ágætu lesendur nú eiga margir eftir að verða hissa.. Í dag fór ég upp á hæsta "tind" Danmerkur og nú eiga allir að hugsa; Já Himmelbjerget (vá hvað við Íslendingar erum nú búnir að gera mikið grín af því). En nei nei ég komst nú að því um daginn að Himmelbjerget er ekkert hæsti tindurinn eins og allir kennarar og kennslubækur segja. Takið nú vel eftir og munið að Ejer Bavnehöj er hæsti tindur/punktur/fjall í Danmörku (reyndar segja sumir að það sé Yding Skovhöj en það á víst að hafa breyst). Þetta með Himmelbjerget það er allavega bara bull og hafiði það. Þetta var fróðleiksmoli dagsins í boði Hröbbunar.. Vá hvað ég held að margir séu hissa núna....

Úr fróðleiknum í annað.. Fórum í Hrossanesið í dag í afmælisboð til Tinnunnar minnar. Alltaf frábærar kræsingar í boði þar og ég get alveg lofað því að ég svelti mig ekki (ótrúlegt en satt). Byrjuðum reyndar daginn í morgun/hádegiskaffi hjá Stulla og Matthildi. Alltaf jafn huggulegt að vera með þeim.. Við vorum farin að sakna þeirra svo mikið um daginn því við vorum ekki búin að hitta þau í svo langan tíma..

Svo er leikur á morgun og Holland með landsliðinu á mánudaginn.. 6 leikir á 7 dögum. Gaman að sjá hvað 28 ára gamli líkaminn segir við því.. Úff hvað ég er orðin gömul, skelfilegt....

Bið að heilsa í bili
Hrabba

Comments:
En þú lítur svo unglega út Hrabba mín...hver hefði trúað að þú værir 28 ára?!?!
Það var yndi að fá ykkur í gær, alltaf svo gaman að hitta ykkur. Vonandi bara sem fyrst aftur...það er líka langt síðan við höfum komið í heimsókn með tannburstann!!!!
Þú spandrear einu knúsi á Gubbuna mína í Hollandi.. ;o)
Gangi þér vel að keppa og sjáumst sem fyrst aftur....
Takk kærlega fyrir mig í gær,
Kveðja Tinnan þín :o*
 
Keyrðir þú sem sagt á hraðbrautinni til Vejle i morgen?!?! Það fáránlega er nefnilega að hraðbrautin fer nánast upp á "toppinn" á Ejer Bavnhöj, maður þarf bara rétt að líta til hliðar á einum stað til að sjá fána á punktinum!! Það er ljúft að vera fjallageit í Danmörku!!!
 
Takk Tinnan mín. Vonandi komið þið sem fyrst með tannburstana með ykkur.

Eva mín heldurðu að ég hafi ekki farið alveg upp á hólinn.. Það var reyndar vegna þess að við viltumst aðeins (ótrúlegt en satt) og þurftum að fara þarna í gegn.
 
Þetta fann ég á netinu varðandi hæsta fjall í Danmörku.

Kveðja,

JK

----------------------

"Spurning Spyrjandi

Hvað heitir hæsta fjallið í Danmörku?
Elías Edvardsson, f. 1987



Flokkur Unga fólkið svarar 31.3.2001


Svar


Heimildum ber ekki mjög vel saman þar sem hver þúfa og steinn skiptir máli í þessu tilviki. Þó eru tvö fjöll sem helst eru nefnd, Ejer Bavnehöj (um 171 m) og Yding Skovhöj (um 173 m).

Danmörk er mjög láglent land svo að varla er hægt að tala um eiginleg fjöll þegar talað er um „hæsta fjall í Danmörku". Það segir sig til dæmis sjálft að margir hafa tekið eftir því að skíðaíþrótt er lítið stunduð í Danmörku andstætt við önnur Norðurlönd og er ástæðan aðeins láglendið.

Ejer Bavnehöj og Yding Skovhöj eru bæði á Jótlandi. Samkvæmt Íslensku alfræðiorðabókinni (1990) er Yding Skovhöj hæsti punktur Danmerkur, 172,6 m. Yding Skovhöj er þá líklegast hærra heldur en Ejer Bavnehöj en það hefur breyst svo að einhvern tíma hefur það verið öfugt. Endanlegar tölur geta meðal annars farið eftir því hvort mannvirki, forn eða ný, eru talin með þegar hæðin er tilgreind.


Heimildir:
Landabréfabók 2. 1979. Ríkisútgáfa námsbóka.
Íslensk alfræðiorðabók. 1990. Örn og Örlygur, Reykjavík.


Slóð fyrir upplýsingar um Danmörku: Umfjöllun um Danmörku á Britannica.com

Sjá einnig svar við spurningunni Hvað búa margir í Danmörku?



Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.



Efnisorð landafræði Danmörk hæsta fjall


Auður Hreiðarsdóttir,
grunnskólanemi"
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?