þriðjudagur, október 04, 2005

Hellu!!

Þessi fína helgi að baki, nennti ekki að skrifa í gær þar sem mín var í einhverju allsherjar letistuði..... fór ekki út úr húsi, þóttist eitthvað hafa litið í bækur! En helgin hefur bara tekið svona helvíti mikið á mína. En hún var reyndar fín, það var ekkert smá gaman að fá íslendingana alla yfir og er óhætt að segja að við höfum borðað á okkur gat! held að þetta hafi bara heppnast vel til allt saman:) Kellan bauð upp á rjómalagaða sveppasúpu "ala Dagga" í forrétt, nautalundir með öllu tilheyrandi í aðalrétt og svo setti mín í eina skúffuköku í desert, en Elfan bætti um betur og kom með eina Marens. Svo nóg var á boðstólnum!
En framundan hjá bumbulíusu og Gunther er Sirkusferð með liðinu hans Gunther, það verður örugglega fínt. Mér skilst að þetta sé einhver Sirkus með engum dýrum svo það verður örugglega nóg af einhverjum loftfimleikamönnum og einhverju fíneríi. En þjálfinn ákvað bara að gefa þeim frí á fimmtudaginn svo þeir gætu farið á Sirkus! Jebbsss... alltaf eitthvað fundið til að drepa niður tímann hjá kellu! Tala nú ekki um að mín var að frétta af þessu glænýja Molli í Karlsruhe.... ætli maður verði ekki að pína sig þangað!
Annars mest lítið að frétta, hafið það gott.
Kveðja Daggan.
P.s þeir sem eru ekki búnir að fara inn á kvikmynd.is (stelpur eru einstakar) ættu að gera það núna, þetta er bara snilld! Hló mig máttlausa þegar ég skoðaði þetta!

Comments:
Hæ skvíz, takk fyrir okkur aftur. Það var rosa gaman að kíkja til ykkar og babbla smá íslensku, og ekki skemmdi súper góði maturinn fyrir. Gangi þér vel á síðustu metrunum með bumbuna:D
kv. Dröfn
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?