sunnudagur, október 23, 2005

Hrabban fundin...

Já það er nú ekki oft sem er auglýst eftir mér en það hefur margt dregið á daga mína síðan síðast.. Okkur tókst með ótrúlegum hætti að tapa leik á fimmtudaginn sem var bara mjög gott á okkur og varð til þess að við erum komnar í gírinn.. Unnum áðan Odense 42-24 en Odense vann liðið sem við töpuðum fyrir.. Segir allt sem segja þarf.

Viktor var á Íslandi frá því á miðvikudaginn og við mæðgurnar búnar að hafa það rosalega gott.. Erum búnar að "hugga" okkur stanslaust síðan.. Hún er búin að vera svo yndisleg þessi elska. Viktor kom svo heim áðan og er búin að vera hálfdauður í sófanum síðan..

Ég vann tvöfalt í síðustu viku þar sem það var haustfrí og flestir starfsmenn í frí.. Börnin voru nú ekkert mikið í fríi þannig að það var brjálað að gera hjá mér. Auðvitað ekkert grín að þurfa að vinna tæpa 40 tíma í vikunni ;-)

Ég keypti mér Sudokubók í vikunni og er ég aldeilis dottin inn í þessa vitleysu.. Þetta er alveg eitthvað fyrir mig.. (Fyrir þá sem ekki vita hvað þetta er þá eru þetta talnaþrautir)..

Á fimmtudaginn fer ég svo að hitta litla prinsinn.. Spurning hvort ég nái að kenna honum að segja Hrabba móðursystir.. Það verður allavega það fyrsta sem hann lærir að segja, orðin gerast nú ekki mikið auðveldari.. Ohh hvað ég hlakka til að fá að knúsa hann.. Prinsinn ætlar sennilega að mæta á flugvöllinn til að ná í MOSTER HABBA..

Má ekki vera að því að skrifa meira þar sem Desperate Housewives er að byrja í kassanum..

Hrabban kveður í bili..

P.S. Starfsmannafundur á morgun.. Mikil spenna.. Mun einhver fara að grenja???? Dettur einhver niður af stressi?? Mun Hrabban halda sér vakandi??? Fylgist með í næstu færslu......

Comments:
Gaman að heyra aftur frá þér kelling og til hamingju með að vera orðin Hrabba móða.
Heldurðu að ég sé ekki líka dottin í þetta Sudoku dót, hrikalegur tímaþjófur, sérstaklega á netinu. Ertu ekki með slóðina????
http://www.websudoku.com/
Snilld bara....

Kveðja Harpa Mel
 
Við erum líka dottin í þetta sudoku, alveg hægt að festast í þessu alltof lengi. Óskar er líka dottinn í eitthvað sem heitir samuray, eins og sudoku nema bara 5 kassar tengdir saman, hann lítur varla upp frá þessu.

Aftur til hamingju með móðursysturtitilinn, þú verður nú að standa þig í hlutverkinu, prjóna ullarboli og svona.

Kveðja
Arna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?