miðvikudagur, október 19, 2005

Litli molinn okkar!


Jæja kæru vinir, ætli nýbakaða móðirin verði ekki að klára þessa dagbókarfærslu hjá hinni nýbakaðri móðursystur í Danaveldinu:) Kannski full miklar upplýsingar hjá syst....og má alveg taka undir það með Höbbu Kriss að þetta er örugglega fyrsta barnið sem er bloggað í heiminn.... hver önnur en Hrabba systir er frumkvöðull að því! Bara snilli og ekki annað hægt en að hlægja að þessu..... hafði reyndar rosalega gaman að lesa allar kveðjurnar þegar ég kom heim í gærkveldi.... gaman að eiga svona marga góða vini að:)
En allavega þá komum við heim í gærkveldi og erum alveg í skýjunum, prinsinn okkar er náttúrlega bara algjört æði.... voða erfitt að segja hverjum hann líkist, en sennilega aðeins meira pabba sínum, þar sem hann hefur fengið þessa langa puttalinga! Og leggirnir eru í lengri kantinum... algjör mús!
Þessi færsla verður í styttra laginu því nú kallar móðurhlutverkið á Dögguna!
Það er Big Mama sem kveður frá Þýskalandinu!

P.s Ég setti nokkra myndir inn á gallerí Döggunnar.

Comments:
Vá ekkert smá sætur... Maður vill bara fá að knúsa...
Luv Ragga
 
ÆÆææ voða er maður sætur, ekkert smá fallegur, við getum ekki beðið eftir að bruna í heimsókn og fá að halda á gullmolanum, kossar og knús frá Grossó
 
Hann er algjört æði, alveg yndislegur. Gangi ykkur vel í nýja hlutverkinu og enn og aftur til hamingju.

Kveðja Harpa Mel
 
já, enn og aftur til hamingju... hann er svo sannarlega algjör gullmoli :-) Vertu svo dugleg að setja inn myndir svo maður geti nú fylgst með litla prinsinum
 
Jiminn hvað maður er sætur,enda eyjapeyji;0) Vildum getað knúsað hann í tætlur.
Bestu kveðjur til ykkar frá klakanum. Minna og gormarnir
 
sætilíus...flottur strákur og enn og aftur til hamingju:=)
Bestu kveðjur Ebba,Sigurjón og skvísurnar
 
Jiiii hann er ædi elsku musin min, innilega tilhamingju med prinsinn algjort krutt. Oooo sendu mer link ef thid setjid inn a barnaland langar ad skoda fleirri myndir!
Hafid thad rosalega gott litla sæta fjolskylda og til hamingju med gullmolann svo yndislegt, hlakka til ad fa ad sja hann. Knus og kossar fra koben Sigga Birna
 
Æj hvað hann er mikil mús og sætur.. til hamingju aftur .. og gangi ykkur vel
Dröfn
 
Vá ég get ekki beðið eftir að knúsa hann :)
luv Guðrún Drífa
 
Þetta er nú meira krúttið sem þið eigið algjört æði. Gangi ykkur rosalega vel. knús frá okkur
Kv. Inga Fríða og Hanna
 
Rosalega er þetta mikill prins, svo fallegur. Emilíu Sif stóru frænku langar mikið mikið að hitta hann og leika við(með) hann (hann er dálítið líkur dúkkunni hennar....)segir hún. En gangi ykkur vel í þessu nýja skemmtilega hlutverki.
Bestu kveðjur frá Sævari ÖMMUBRÓÐUR og fjölskyldu
 
ohh hann er ekkert smá mikið rassgat....oh ég verð að fara að koma í heimsókn.... oh hann er sætastur..............
 
kv Jóna gleymdi að kvitta fyrir mig
 
kv Jóna gleymdi að kvitta fyrir mig
 
Ji hvað hann er mikið krútt enn og aftur til hamingju;)

Kveðja,
Svanhvít
 
Til hamingju skötuhjú með litla prinsinn.
 
til hamingju dagný og gunni með litla prinsinn!! rosalega fagur er hann eins og þið hjónin:)

knús,svala,robbi og hulda
 
Hæ elsku Dagný og Gunnar Berg innilega til hamingju með litla prinsinn...hann er algjört ÆÐI, gangi ykkur allt í haginn...Kveðja Begga líkumeðlimur :)
 
Enn og aftur til hamingju nýbakaða sett.. .. prinsinn er líkur pabbanum en samt er smá tvílla svipur á honum :o) - algjör snúlli.. .. kv. Bryn bumba
 
Til hamingju með kútinn til ykkar allra... nýbakaðra foreldra, móðursystkina, ömmu og afa og svo verður maður víst að nefna Hrafnhildi móðursystir sérstaklega! Kveðja Día frænka
 
ÆÆÆÆÆÆiiiiiiii dúlla!!! Er búin að vera með Drífu í skólanum. Hana langar að knúsa molan NÚNA..... Láttu nú systu dekra við ykkur;)

Kv. Sigurbára og co
 
Elsku Dagný og Gunnar
Innilega til hamingju með litla prinsinn, miki voðalega er hann fallegur enda ekki við öðru að búast
Til hamingju Hrabba með að vera orðin móðursystir ;) og auðvitað öll hin systkinin líka!

Kveðja Inga Jóna
 
Oh hann er algert krútt. Enn og aftur til lukku með prinsinn...gangi ykkur allt í haginn þið eigið fyrir höndum alveg ótrúlega skemmtilegan tíma!
og VÁ hvað hann er með langa putta!! Ekkert smá sætt ;o)
kveðja Tinna og co í Hrossanesi
 
Hjartanlega til hamingju með litla gullmolann! =) kv.Tommi
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?