sunnudagur, október 09, 2005

Mikilvægur sigur en samt allir fúlir - lamað..

Ekkert smá leiðinlegt. Vorum að keppa við liðið sem féll með okkur og á útivelli sem þýddi rúmlega 3ja tíma rútuferð. Þessi sigur var nú svo sem aldrei í hættu, vorum 28-22 yfir þegar tæpar 10 mínútur voru eftir en þá vorum við nánast einum færri það sem eftir var. Þær náðu að minnka niður í eitt alveg í lokin.. Mjög mikilvægur sigur og vorum við að vinna þrátt fyrir slaka vörn og 8 bolta varða. Þjálfarinn tók kastið á okkur eftir leikinn, ég hef nánast aldrei séð hann svona brjálaðan.. Ekki það að við áttum alveg að vinna þetta lið með 10 mörkum, við klikkum á 4 vítum og endalaust af dauðafærum..

Hápunktur dagsins var að það kom sjónvarpsstjarna að horfa á okkur spila (kom með varaformanninum okkar og sat fyrir aftan bekkinn hjá okkur).. Steini Arndal heldurðu að Morten í Morten og Peter hafi ekki mætt á leikinn og ég fór að sjálfsögðu og gaf honum búning af mér. Vildi svo skemmtilega til að við fengum tvo búninga frá í fyrra á æfingu um daginn og ég var ennþá með þá í töskunni..
Þið sem vitið ekkert hver Morten og Peter eru þá eru þeir snillingar með Downs heilkenni og það voru gerðir nokkrir þættir um þá hérna. Ég hef nú reyndar bara séð einn þátt en þá fara þeir til Ítalíu að hitta Matin Jörgensen í danska fótboltalandsliðinu og eru með honum í nokkra daga.. Þvílíkt fyndnir og skemmtilegir þættir. Algjörir snillingar og ég er búin að vera í 2 ár núna að reyna að redda mér hinum þáttunum en ekkert gengið. Morten var allavega þvílíkt sáttur við mig og var nú ekki lengi að fara í búninginn.. Bara krútt..

Svo á morgun er það bara Hollandið góða.. Verður gaman að hitta allar stelpurnar og spila nokkra landsleiki..

Verð með tölvuna með mér og vona að ég geti komist á netið og uppfært eitthvað..
Hrabban kveður

Comments:
hahahahahah, ég sá þennan þátt þegar þeir fóru til ítalíu, omg ég dó næstum úr hlátri............ láttu mig vita ef þú nærð að redda þér hinum. kv. hafdís hinriks
 
takk fyrir sídast (laug brunchid)
Bidum spennt eftir næsta ;)


Gangi tér obboslega vel og mun ég halda tví fram ad Hummel sokkarnir med bláa litnum,, verda happa!!!

Adios amiga

Matthildur
 
Hafdís mín ég skal sko láta þig vita.. Spurning um að senda bara mail á DR og kaupa þetta af þeim.

Matthildur mín sokkarnir voru brjálað happa....
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?