laugardagur, október 29, 2005
Nýjar myndir
Þetta eru búnir að vera aldeilis fínir dagar hjá Döggunni. Hrabban mætti náttúrlega á svæðið með Dísina með í för og höfðum við það voðalega notalegt! Stóra frænkan tók sig bara ansi vel út með lilla. En Eivor, Lúkas og Elfa komu í dag til að ná í Hröbbu og Viktoríu, þær mæðgur verða hjá Eibbunni í nótt!
Mamma mun kveðja okkur á morgun, hennar verður sárt saknað...... hún er sko búin að vera betri en enginn, óhætt að segja að hún er með þetta baby-stand í blóðinu!
Annars hef ég voða lítið að segja, nú er klukkan að verða 12 og ég er orðin frekar þreytt.... háttatími er komin á kellunna, en Gunnar vill meina að maður eigi alltaf að sofa þegar barnið sefur! Spurning um að taka kallinn einu sinni alvarlegan.
Jóna mín, ég setti fullt af nýjum myndum fyrir þig og fleirri inn á myndasafn Döggunnar.
Kveðja Degs.
Comments:
<< Home
vá hvað þau eru lang sætust!
vorum að skoða myndir af ykkur tvillunum þegar þið voruð litlar í Austurberginu áðan,, hann er alveg eins og þið! Eða eins og Drífa sagði það "vá hann er alveg eins og dagný!"
Skrifa ummæli
vorum að skoða myndir af ykkur tvillunum þegar þið voruð litlar í Austurberginu áðan,, hann er alveg eins og þið! Eða eins og Drífa sagði það "vá hann er alveg eins og dagný!"
<< Home