þriðjudagur, október 11, 2005

Sigur á móti Slóvakíu...

Já breyttum til og unnum.. Komin tími á góðan sigur hjá okkur. Erum búnar að vera alltof lengi að tapa með 1-3 mörkum... Vonandi erum við komnar yfir þann þröskuld. Þetta var fínn leikur hjá okkur og margir að spila vel. Begga og Helga með samtals 20 varða og strumparnir í hornunum hlupu auðvitað eins og þeim einum er lagið. Gubban og Hanna voru með 13 mörk saman ekki amalegt að hafa svona strumpa í liðinu sínu til að skora auðveldu mörkin (auðveld fyrir alla hina sem horfa bara á reykinn á eftir þeim).. Annars allir bara að spila vel og það er líf og fjör hérna í Rotterdam. Erum alvarlega að spá í að halda bara áfram að vinna, svooooo gaman.. Matthildur mín þetta voru klárlega sokkarnir....

Svo er auðvitað bara beðið með eftirvæntingu eftir að Daggan gjóti.. Hún er sett þann 17 sem er á mánudaginn en hún er alvarlega að spá í að fara ekki framyfir sem hentar Big syst mjög vel þar sem maður er nú að koma í heimsókn.

Og svona í lokin; þeir sem vita ekki hvað Langur djókur er..... spyrjið Binna Geirs..

Kveðja frá háborg skemmtanalífsins
Hrabba

Comments:
pílurnar í hornunum voru með þréttan saman en kjellingin setti bara 13 ein og sér, það er ekkert verið að segja frá því, þú átt bara að monta þig og ekkert bull,við flotta og fallega fólkið gerum það alveg óhikað og leyfum svo þessum öfundsjúku að baktala okkur...
 
Hrabba hefur aldrei verið fyrir það að trana sér áfram og monta sig af einhverjum afrekum... (?) NOT! Djöfull er kellan að standa sig!!!!!!
 
Til hamingju allar frekar glæsilegt. Svo er bara að taka næsta leik. Dagný það hentar fínt að krílið komi í dag svo go girl. Kveðja Inga Fríða
 
Hrabba mín - þér er alveg óhætt að hæla sjálfri þér :) Enda er þetta í öllum blöðum á klakanum í dag :) Congrats !!!

Knús - Sif Sturludóttir
 
Glæsilegt kellur!!! Vonandi eruð þið komnar á bragðið, nú er bara að taka næsta leik. ÁFRAM ÍSLAND
 
Uhhhh, gleymi allaf að kvitta fyrir mig eftir commentin. Sem sagt

Kveðja Harpa Mel
 
Það er búið að gera svo mikið grín að statistik-drottningunni að hún er bara orðin hógvær.. Hahaha.. Enn eins og Erna segir þá hef ég nú aldrei verið mikið fyrir að trana mér fram.. Einmitt...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?