fimmtudagur, október 13, 2005

STÆRSTI SIGURINN HINGAÐ TIL!!!!!!!!!!!!!!!!!!

ÞVÍLÍK SNILLD... Við fögnuðum eins og Ólympíumeistarar.. Sigur á móti Rúmeníu í dag 27-26. Rúmenía er með mjög sterkt lið sem er búið að lenda í 7 sæti á síðustu tveimur Evrópumótum.. Fyrir leikinn í dag voru þær með 37 mörk í plús eftir fyrstu tvo leikina. Þær voru með allar stjörnurnar með í dag sem voru reyndar flestar komnar útaf eftir 10 mínútur eftir að hafa lent á vegg (vörninni) of oft.. Við vorum að spila frábæra vörn og Beggan var stórkostleg.. Ég var aftur tekin úr umferð og voru stelpurnar að leysa það mjög vel í dag. Dröfn og Gunnur komu mjög sterkar inn í sóknina en fyrst og fremst var þetta bara sigur sterkrar liðsheildar. Þetta var alveg yndislegt og nú er bara að drífa sig niður á jörðina aftur og vera klárar á móti Hollandi á morgun.. Þær eru með mjög gott lið og eru á leiðinni í lokakeppni HM eftir sigur á Spánverjum í Play offs.. Það yrði stórkostlegt að vinna þær og mikið FACE á aðstandendur keppninnar því lokadagurinn er skipulagður þannig að við spilum um síðasta sætið við Holland B, Tékkar og Slóvakar um 3 sætið og síðan Rúmenía og Holland enda á að spila um fyrsta sætið.. Það væri auðvitað snilld að eyðileggja þetta allt.

Annars eru helstu punktar dagsins:

-Ég, Drífa, Ágústa og Gunnur héldum upp á sigur dagsins með því að fara á dýrasta kínverska staðinn í Rotterdam.. Komum inn í íþróttafötunum og á inniskónum, bjuggumst ekki alveg við svona fínum stað og það var skemmtilegt upplitið á liðinu.. Við borðuðum á okkur gat og Gunnur auðvitað alltaf jafn pen; "stelpur ef þið prumpið núna vondri lykt þá æli ég yfir borðið".. Hún stóð svo upp og ropaði hátt yfir borðið... Snillingur...

-Ég og Gunnsan áttum svo MOVE dagsins í sigurhringnum. Gunnur stökk upp á mig og ég hélt á henni eins og litlu barni með annarri hendinni og hina upp í loftið. Gunnsan auðvitað með hendurnar á lofti (stelpurnar kölluðu þetta frelsistyttunna) á meðan allar hinar stigu trylltan sigurhring í kringum okkur.. Eins og Drífa segir við þurfum ekkert að vinna Ólympíugullið eftir þetta.. Við erum allavega búnar að upplifa sigurVÍMUNA....

-Vá ég er orðin of steikt til að skrifa meira.. Verð að leggjast uppí og hvíla gamlan skrokk..

Bestu kveðjur frá Rotterdam
Hrabba Ólympíumeistari

Comments:
Til lukku til lukku....Gaman að sjá hvað ykkur gengur vel elskurnar.
knus knus Tinna :o*
 
Til hamingju með þennan frábæra árangur! Nú er bara að fylgja þessu eftir.
Gunnur þú mannst hvað sjálfur meistarinn sagði! Það er stutt í kúkinn.
Kveðja Deggy Preggy!
 
Frábært Til hamingju. Þið eruð algjörar HETJUR, Hefði verið gaman að taka þátt í þessu með ykkur.
 
Glæsilegt hjá ykkur, guð hvað ég er stolt. Ég fæ alveg fiðring og hefði sko alveg viljað vera þarna.
Haldið áfram á þessari braut.

Kveðja og knús til ykkar allra

Luv Harpa
 
Takk elskurnar....
 
Jesús.. .. ég er með svo mikla gæsahúð eftir að hafa lesið þetta að lillimon hefur ábyggilega breyst í kjúkling :o) - frábært kellur.. .. hefði þvílíkt viljað sjá þetta.. .. rústiði nú HH (helv. hollendingunum) - baráttukveðjur frá klakanum.. .. Kv.
Bryn bumba
 
Djö svekkelsi að vera ekki þarna! En TIL HAMINGJU meiriháttar hjá ykkur. Nú er það að vinna Holland! Habban segir koma svo og svo....
Hvernig eru annars líkan að standa sig hálfmönnð?

Habba S Kriss
 
Glæsilegt skvísur, hjartanlega til hamingju!! Klárið þetta svo með stæl á morgun!!
 
Æðislegt hjá ykkur skvísur...löngu kominn tími á að sýna þessu pakki hvað þið eruð góðar...go girls

eibba
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?