miðvikudagur, október 12, 2005

Tap fyrir Tékkum..

Vorum ekki að gera nógu gott mót í dag.. Maður hefði nú bara átt að sleppa því að geta eitthvað í gær því aldeilis bitnaði það á manni í dag.. Tekinn úr umferð allan helv..... leikinn og ekki nóg með það ég fékk oft ekki einu sinni að fá boltann frá markmanninum.. Maður er orðin svo mikill sprettur, hehehe..
Töpuðum 28-25 og vorum allan leikinn að elta þær.. Við fengum ekki mikla hjálp frá svartklæddu pjöllunum (hollenskar dómaradrullur).. Verðum bara að passa okkur á að láta þær ekki fara of mikið í taugarnar á okkur.. Allir leikmenn eiga nóg inni frá því í dag. Við eigum svo Rúmeníu á morgun. Þær eru búnar að vinna sína leiki með 21 og 16 mörkum. Eru með mjög sterkt lið og það er mjög gaman að fá að spila við svona gott lið.. Höfum aldrei spilað við þær áður.. ´

INGA FRÍÐA mín innilega til hamingju með daginn. Kellan bara enn að eldast en aldrei sést það á minni..

Jæja tíminn að renna út..
Kveð í bili
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?