fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Allt í volli..

Svo ég haldi nú áfram með dramað í vinnunni hjá mér þá hringdi frú hásin á í gær, miðvikudag, og sagðist vera í veikindaleyfi allavega fram á miðvikudag.. Sem sagt komið upp í þrjár og hálfa viku.. Ég var svo að komast að því að fyrstu vikuna sem hún var í veikindaleyfi skrapp hún bara í frí til Svíþjóðar í viku.. Hún var löngu búin að ákveða að hún ætlaði að nota viku af fríinu sínu til að fara í þessa ferð en hringdi nokkrum dögum áður og tók veikindaleyfi í staðin sem þýðir auðvitað að hún eigi fríið inni.. Þetta á auðvitað ekki að vera hægt, fara bara í frí í veikindaleyfinu.. Svo er frú stress að fara aftur í veikindaleyfi og kemur ekki aftur.. Allt að gerast.. Ég verð orðin leikskólastjóri þarna áður en ég veit af..

En annars er ekkert rosa fínt að frétta af mér.. Er að drepast í hásinunum og get ekkert æft og það lítur allt út fyrir að ég geti ekki spilað á sunnudaginn (segir sjúkri).. Þetta verður þá fyrsti leikur sem ég missi af í mjög mjög mjög langan tíma, síðan 1999 held ég bara.. Spurning um að fara að drífa sig í veikindaleyfi í vinnunni.. Vá hvað það væri fyndið.. Búin að tala um frú hásin í tæpar 3 vikur.. En þetta hlýtur að reddast. Það eru nú ekki nema 9 leikir á dagskránni næstu 3 vikur..

Er svo bara pirruð yfir að geta ekki horft á Hekluna í beinni.. Verð að bíða til morguns.. Er sem betur fer bara að vinna til 12 á morgun þannig að það er ekki langt í þetta..

Farin í háttinn...
Hrabba

Comments:
Um að gera að halda í hálsbólguna til jóla (eða fresta henni þangað til) svo að þú getir nýtt þér veikindaleyfi í staðinn fyrir frídaga - allavega komin hefð fyrir því á þessum vinnustað þínum! Og taka þá allavega 4 1/2 viku;-)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?