þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Ekki mikið að gerast hjá Hröbbunni..

-Spiluðum á sunnudaginn á móti Skjern og unnum.. Spilaði ekki með.. Er samt öll að koma til.. Leikur á morgun og spila ekki nema þörf sé fyrir mig.. Verð í búning.. Ætti ekki að vera mikið mál að hvíla mig á morgun en maður veit aldrei..

-Spilið mitt góða sem átti að koma út núna fyrir jólin mun því miður ekki koma út fyrr en næstu jól (er jafnvel að velta fyrir mér sumrinu).. Verksmiðjan hérna úti náði ekki að prenta það í tæka tíð.. Þið vitið þá hver jólagjöfin verður næstu jól... hehehe...

-Er enn að jafna mig á Batchelornum.. Hann er alveg búinn að eyðileggja þetta fyrir mér með því að senda Hekluna heim.. Er ekki að sætta mig við þetta..

-Er farin að velta fyrir mér næsta sumri. Getur vel verið að ég panti ferð á næstu dögum... Langar rosa mikið á sama stað og síðast.. Vá hvað ég hlakka til að komast í sólina.. Af hverju er ég ekki að spila á Kanarí?????

-Ég og Viktor erum komin í þvílíka vitleysu.. Held að við munum koma á óvart.. Segi ekki meir...

-Öfunda svo Drífu pjásu að vera að knúsa litla frænda núna..

Over and out.....
Hrabba

Comments:
Jiminn ezkan, ég er svo spennt að vita í hvernig vitleysu þið Viktor eruð...er það e-h tengt Ramsey street? (eða hvernig sem það er nú skrifað)!!
Saknaðarkveðjur héðan frá landinu kalda...sammála þessu með Heklu, skandall að hún hafi verið send heim!
Knús
 
Til hamingju! Þið verðið nú samt að láta það eftir einkabarninu að koma með stelpu fyrir hana.....:-)
Knnnnúúús!!
 
Er enginn að kaupa söguna mína eða eru allir hættir að skrifa hérna og hringja bara beint í ykkur?? Ætlaði að poppa daginn aðeins upp, rólegt hjá mér í dag:-)
 
Haha... Það eru nú þó nokkrir búnir að hringja og forvitnast.. En Erna þú færð stig fyrir flotta tilraun..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?