mánudagur, nóvember 14, 2005
Halló palló bimbó!
Þá er þessi fína vika að baki, það var bara ansi fínt að hafa Dríbbuna og Venna í heimsókn. Reyndar allt of stutt... hefði viljað hafa þau lengur! en boltinn kallaði víst á Dríbbuna!
Það er óhætt að segja að Dríbban og Molinn hafi náð að "bonda" bara nokkuð vel saman. Hún fékk meira að segja að lúlla uppí hjá okkur Molanum eina nóttina.... þá var Gunnsinn bara skiptur út.... svo fólk fari nú ekki að misskilja að Gunnsinn hafi fengið að vera á milli okkar systra! Nei nei... elskurnar það er nú bara í draumi!
Nú erum við bara þrjú í kotinu og höfum það bara ansi fínt. Við fórum snemma á fætur í morgun því það var gerð heiðarleg tilraun til að koma múttunni í gymið. Það gekk nú ekki betur en svo að kellan náði að hreyfa sig í 30 mín, þar sem Molinn var ekki alveg nógu sáttur. En við munum reyna aftur síðar!
Nú er kellan á fullu að vinna í því að koma upp heimasíðu á barnalandi fyrir Molann. Gengur svona la la! Var eitthvað byrjuð um daginn og ætlaði að starta henni á nýjan leik..... viti menn þá voru 890 kellingar búnar að kíkja inn, þar á meðal búið að skrá nafn sitt í gestabókina.... við erum að tala um bara einhverjar Crazy mæður á barnalandinu sem ég þekki ekki neitt! Er það ekki hálf sorglegt! eða hvað?
Hef þetta gott í bili
Dagný.
P.s setti nýjar myndir af Mýslulingnum.....4 vikna myndir!
Comments:
<< Home
Ég kannast við þetta Dagný.... þegar við gerðum síðu fyrir Emelíu á sínum tíma var síðan búin að vera opin í 2 mín þegar einhver var kominn inn og búinn að kvotta í gestabókina.....og bara einhver sem við þekktum ekki neitt...
ótrúlegt alveg hreint!!
Anyways...sonur ykkar er algert krútt...
kveðja Tinna Tomm
ótrúlegt alveg hreint!!
Anyways...sonur ykkar er algert krútt...
kveðja Tinna Tomm
Hann er nú meira krúttið litli molinn ykkar..ég held að Katla bíði spennt eftir að hitta hann.
Vonandi hittumst við sem fyrst
bæjó Minna og co
Vonandi hittumst við sem fyrst
bæjó Minna og co
Ég er alveg að missa mig hann er svo Sætur Dagný jiii minn manni langar svo að knúsa hann, svo sætt allt þarna hjá þér í Þýskalandi elsku knúsa mín, langar nú voða að koma og heimsækja þig einhvern tíman, gaman að skoða myndirnar, skoða þær oft er ekkert smá mikið rassgat, held hann verði algjör prakkari eins og þú, hafið það rosa gott litla familia!
Knús fra köben Sigga Birna,stór knús til litla molans :-)
Skrifa ummæli
Knús fra köben Sigga Birna,stór knús til litla molans :-)
<< Home