föstudagur, nóvember 18, 2005

karlinn búinn að bjóða í mat......kemur á óvart!

Ryksugan á fullu tætir alla drullu tralla lalla........
Jú jú....kellan á fullu í þrifum, eigum von á gestum í kvöld! Gestir kvöldsins munu vera Herr Rotwein und Frau.... jæja þá þarf maður að fara niður í vínkjallarann sinn og ná í eina 20 ára gamla! Við Gunter getum ekki verið minna fólk en þau:) Það sem karlinn platar mann ekki út í. Kellan ætlar að skella skötusel eða steinbít á borðið... guð ég mann ekkert hvort ég keypti... spurning um hvernig maður eigi að elda það! Þetta reddast vonandi allt saman....
Annars allt það fína að frétta af okkur, skelltum okkur í þetta fína Moll í Karlsruhe..... alveg sjóðheitt Moll! Þar var búið að skreyta allt fyrir Jólin og vakti það mikla lukku hjá mér, ég vildi helst kaupa jóladressið á barnið med dí samme.... en ákvað að hinkra aðeins með það! Já maður verður hálfklikkaður á því að vera orðin móðir!
En talandi um móðurhlutverkið mikla, þá gat Daggan ekki verið minni móðir en aðrar mæður svo heimasíða á barnalandi er komin upp fyrir Molann.... ekki seinna vænna! Slóðin er www.barnaland.is/barn/38358 hún er reyndar öll enn þá í vinnslu svo ekki láta ykkur bregða hvað sumar myndir eru stórar, ég kann ekkert að minnka þetta en hún Þórdís er búin að vera að hjálpa mér!
Kellan kveður frá Deutsch!
Dagný

Comments:
Bara benda á að það hefur ekki verið settur inn stafur á þessa síðu síðan 18. nóvember og það eru 5 dagar síðan!!!!!
Ég ætla að vera með leiðindi og POTA í Hröbbu (sjá http://blog.central.is/kvenfjelagid). Á reyndar að pota í 7 en ég á svo fáa vini og það er búið að pota í þær allar svo að ég treysti Hröbbu til að taka minn skammt líka:-)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?