þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Kellan á leið til Danmerkur....þann 10 des!

Haldiði að kellan og Molinn séu bara ekki á leiðinni til Danmerkur. Við förum þann 10 des sem er Laugardagur og verðum til Miðvikudags..... bara snilld. Fengum þetta ódýra flug, svo við ákváðum að skella okkur! Sennilega ódýrara að fara með allar jólagjafirnar yfir til Hröbbu og hún fer með þær heim heldur en að láta senda þær til Íslands! Og í þessum skrifuðum orðum þá er ég að fá að vita það að Daði brósi mun líka mæta út til Hrebs og co.... svo þetta verður algjör snilli snilld:=)
Annars fór kellan snemma á fætur í morgun og skellti sér í gymið! Núna bíð ég bara spennt eftir harðsperrunum.....love it! Gunther var heima með Molann svo þetta gekk bara fínt upp í þetta sinn, en samt frekar erfitt að vera í gyminu og vera að keppast við klukkuna! Því "forðum" þá var maður vanur að slæpast þetta í gyminu! En nú eru breyttir tímar elskurnar!!!....sagði Dagný 65 ára.
Got.....ég er enn að furða mig á fréttinni sem ég heyrði í þýska útvarpinu í morgun....við erum að tala um það að 13 ára gamall kínverji tapaði sér alveg á netinu í einhverjum tölvuleik, greyið strákurinn klikkaðist og fékk þá flugu í hausinn að hann gæti flogið......minn bara upp á næsta þak og auðvitað fór sem fór. Pælið í þessu..... en þetta er orðið víst svaka vandamál í Kína, við erum að tala um það að krakkar eru allt uppí 10 tíma á dag í tölvuleikjum á netinu.
Jæja fréttapésinn Dagfríður kveður að sinni
Tú lí lú

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?