föstudagur, nóvember 25, 2005
Loksins kominn snjór!
Jæja kominn tími á smá blogg..... Hrebs ekki að standa sig enda er kellan stödd á Ítalíu með landsliðinu. "Stelpurnar okkar" eru búnar að vinna tvo leiki og tapa einum svo þær eiga bullandi séns á að komast áfram. Koma svo kellur! Hef fulla trú á ykkur.
Af okkur þjóðverjunum er bara fínt að frétta, loksins kominn almennilegur vetur hér, í dag varð meira að segja allt hvítt..... svo kellan skellti Jóladisk á fóninn.... fannst það alveg tilvalið þar sem loksins var kominn snjór. Ég veit að Drífa syst myndi skjóta mig ef hún væri hér hjá okkur því hún er minnsta jólabarn í heimi... eitthvað annað en ég!
Annars þá var mín að horfa á Bachelorinn.....úffff bara allt að gerast! Íris þáði ekki rós og Jenný alveg Crazy yfir því að fá seinni rósina! Nú bíður maður bara spenntur í viku til að sjá úrslitin.
Svo ég haldi nú áfram að tala um net-sjónvarpið sem er nota bene algjör snilld, frábært að geta fylgst með hvað er að gerast heima. Þá horfði ég á Halla-tv.... fyrir þá sem ekki vita þá er það eyja-tv. Þar horfðum við á leik Íslands og Noregs. Algjör snilld að sjá umgjörðina hjá eyjamönnum....William Hung að skemmta og svo voru þeir meira að segja með fljúgandi auglýsingabelg í hálfleik....svona eins og er á superball! Ég hló mikið af þessu en þá fór Gunnar að reyna að lýsa fyrir mig hvað þetta er mikill "heimsviðburður" fyrir þá eyjamenn. Minn var bara graf-alfarlegur þegar hann reyndi að útskýra þetta fyrir mér..... mín gat ekki annað en reynt að taka hann alvarlegann.
Jæja elskurnar hef þetta fínt í bili
Kveðja Dagný
Af okkur þjóðverjunum er bara fínt að frétta, loksins kominn almennilegur vetur hér, í dag varð meira að segja allt hvítt..... svo kellan skellti Jóladisk á fóninn.... fannst það alveg tilvalið þar sem loksins var kominn snjór. Ég veit að Drífa syst myndi skjóta mig ef hún væri hér hjá okkur því hún er minnsta jólabarn í heimi... eitthvað annað en ég!
Annars þá var mín að horfa á Bachelorinn.....úffff bara allt að gerast! Íris þáði ekki rós og Jenný alveg Crazy yfir því að fá seinni rósina! Nú bíður maður bara spenntur í viku til að sjá úrslitin.
Svo ég haldi nú áfram að tala um net-sjónvarpið sem er nota bene algjör snilld, frábært að geta fylgst með hvað er að gerast heima. Þá horfði ég á Halla-tv.... fyrir þá sem ekki vita þá er það eyja-tv. Þar horfðum við á leik Íslands og Noregs. Algjör snilld að sjá umgjörðina hjá eyjamönnum....William Hung að skemmta og svo voru þeir meira að segja með fljúgandi auglýsingabelg í hálfleik....svona eins og er á superball! Ég hló mikið af þessu en þá fór Gunnar að reyna að lýsa fyrir mig hvað þetta er mikill "heimsviðburður" fyrir þá eyjamenn. Minn var bara graf-alfarlegur þegar hann reyndi að útskýra þetta fyrir mér..... mín gat ekki annað en reynt að taka hann alvarlegann.
Jæja elskurnar hef þetta fínt í bili
Kveðja Dagný