fimmtudagur, nóvember 17, 2005
Mitt annað heimili..
Já nú er ég stödd á hinu heimilinu mínu sem er auðvitað Kastrup lufthavn.. Ég get svarið það að ég er alltaf hérna.. Starfsfólkið myndi ávarpa mig með nafni ef ég héti ekki þessu svakalega erfiða nafni.. Spurning um að taka upp Hrebs nafnið hérna.
Ég vaknaði snemma með fjölskyldunni og fór samferða þeim í morgun og tók því lestina klukkan 7. Þorði ekki öðru því lestarkerfið er búið að vera í tómu rugli í langan tíma hérna.. En auðvitað ekki núna og því var ég mætt hingað 3 tímum fyrir flug og ég sem hata að mæta snemma í flugstöðvar.. Vil helst bara mæta 45 mín fyrir.. En núna get ég allavega dundað mér í tölvunni aðeins og jafnvel að maður splæsir í einhver krem sem gera mann tíu árum yngri.. Eitthvað sem allir kannast við..
Annars er ég rosa kát og glöð og er búin að brosa í hringi síðan 19.40 í gærkvöldi.. Spiluðum toppleik í gær á móti mínum fyrrum félögum í Holstebro sem voru taplausar og hreinlega völtuðum yfir þær.. Unnum með 25 mörkum, 42-17, en búist var við jöfnum leik.. Þær sáu aldrei til sólar og það eiga eflaust eftir að líða nokkrir dagar þangað til þær sjá blessuðu sólina aftur.. Þetta var rosalegur leikur..
Svo er það bara Ítalía á sunnudaginn og þar tekur við stíft prógramm. 5 leikir á 6 dögum.. Eins gott að hásinarnar verði til friðs annars er það nú bara seinni tíma vandamál.. Ég var nú samt tekin afsíðis í gær hjá yfirmanninum í klúbbnum og mér sagt að koma ekki hálf tilbaka.. Stelpan á að vera skynsöm sem hún er nú alltaf..
En jæja best að fara að kaupa hrukkukrem, appelsínuhúðarkrem og allt það (einmitt...)
Kveð frá KASTRUP þar sem alltaf er líf og fjör...
Hrebs
Ég vaknaði snemma með fjölskyldunni og fór samferða þeim í morgun og tók því lestina klukkan 7. Þorði ekki öðru því lestarkerfið er búið að vera í tómu rugli í langan tíma hérna.. En auðvitað ekki núna og því var ég mætt hingað 3 tímum fyrir flug og ég sem hata að mæta snemma í flugstöðvar.. Vil helst bara mæta 45 mín fyrir.. En núna get ég allavega dundað mér í tölvunni aðeins og jafnvel að maður splæsir í einhver krem sem gera mann tíu árum yngri.. Eitthvað sem allir kannast við..
Annars er ég rosa kát og glöð og er búin að brosa í hringi síðan 19.40 í gærkvöldi.. Spiluðum toppleik í gær á móti mínum fyrrum félögum í Holstebro sem voru taplausar og hreinlega völtuðum yfir þær.. Unnum með 25 mörkum, 42-17, en búist var við jöfnum leik.. Þær sáu aldrei til sólar og það eiga eflaust eftir að líða nokkrir dagar þangað til þær sjá blessuðu sólina aftur.. Þetta var rosalegur leikur..
Svo er það bara Ítalía á sunnudaginn og þar tekur við stíft prógramm. 5 leikir á 6 dögum.. Eins gott að hásinarnar verði til friðs annars er það nú bara seinni tíma vandamál.. Ég var nú samt tekin afsíðis í gær hjá yfirmanninum í klúbbnum og mér sagt að koma ekki hálf tilbaka.. Stelpan á að vera skynsöm sem hún er nú alltaf..
En jæja best að fara að kaupa hrukkukrem, appelsínuhúðarkrem og allt það (einmitt...)
Kveð frá KASTRUP þar sem alltaf er líf og fjör...
Hrebs