þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Ásdís snillingur..
Er búin að bíða lengi eftir ferðasögunni hennar Ásdísar frá Póllandi í fyrra.. Hún ákvað að fara troðnar slóðir og samdi stökur um ferðina.. Algjör snillingur.. Verð að birta þetta..
Til Póllands í leikferð víst landsliðið fór,
en langaði meira í skemmtun og bjór.
Í Köben var seinkun og sex tíma bið,
en svoleiðis atvik menn ráð’ekki við.
Dropasteinshella er sérstakt að sjá,
samt vild’ei konurnar líta á þá.
Í mollið þær strunsuðu staðfestar inn,
og straujuðu vísað í 19. sinn.
Með gullskeið í munni við fæst erum fædd,
en fjármálin voru þó oftsinnis rædd.
Gifta sig Kristín vill fegin til fjár,
því fjárlögin sprengir hún ár eftir ár.
Langt fram á kvöldin var lífsgleði stór,
og lobbýið stunduðu Hanna og Þór.
Svo vínglöð þau dönsuðu valsana lag,
en vöknuðu grúttimbruð dag eftir dag.
Að borða er gaman, það flestum jú finnst,
en ferðar til Pólverja lengi skal minnst.
Það dögurður minnti á myglaðan ost,
og margir við kvöldverðinn fengu svo lost.
Hún Ásdis er löngum að lær’undir próf,
en lærdómnum stillir hún alveg í hóf.
Einsömul brasar sem alls enginn veit,
ef til vill hugsar hún bara um Teit.
Af hungruðum konum því sjoppan var sótt,
þar setið og étið var langt fram á nótt.
Og prinsið og kókið þar kláraðist fljótt,
svo kaupmannastéttinni varð ekki rótt.
Í leikjum má töpin og sigrana sjá,
samt komu heimamenn fáir á þá.
Þó mikill sé atgangur, hávað’og hark,
með “hendur á tánum” þær skor’ekki mark!
Í mollið svo kindugur Kalli oft skrapp,
en kaupmönnum þóttu samt ferðirnar happ.
Fjármunum eyddi hann dag eftir dag,
þeir dásama lengi þann innkaupabrag.
En þetta var alveg hreint æðisleg för,
þótt oft væru döpur í Póllandi kjör.
Til Íslands við leggjum nú aftur af stað,
yndisleg tilhugsun finnst okkur það.
Gædinn var mikill og máttugur jarl,
sem minnt’okkur bæði á Stefán og Karl.
Kyntákn þeir eru en samt er það synd,
þeim svipar jú báðum til Kölska á mynd.
Ásdís Sigurðardóttir
Til Póllands í leikferð víst landsliðið fór,
en langaði meira í skemmtun og bjór.
Í Köben var seinkun og sex tíma bið,
en svoleiðis atvik menn ráð’ekki við.
Dropasteinshella er sérstakt að sjá,
samt vild’ei konurnar líta á þá.
Í mollið þær strunsuðu staðfestar inn,
og straujuðu vísað í 19. sinn.
Með gullskeið í munni við fæst erum fædd,
en fjármálin voru þó oftsinnis rædd.
Gifta sig Kristín vill fegin til fjár,
því fjárlögin sprengir hún ár eftir ár.
Langt fram á kvöldin var lífsgleði stór,
og lobbýið stunduðu Hanna og Þór.
Svo vínglöð þau dönsuðu valsana lag,
en vöknuðu grúttimbruð dag eftir dag.
Að borða er gaman, það flestum jú finnst,
en ferðar til Pólverja lengi skal minnst.
Það dögurður minnti á myglaðan ost,
og margir við kvöldverðinn fengu svo lost.
Hún Ásdis er löngum að lær’undir próf,
en lærdómnum stillir hún alveg í hóf.
Einsömul brasar sem alls enginn veit,
ef til vill hugsar hún bara um Teit.
Af hungruðum konum því sjoppan var sótt,
þar setið og étið var langt fram á nótt.
Og prinsið og kókið þar kláraðist fljótt,
svo kaupmannastéttinni varð ekki rótt.
Í leikjum má töpin og sigrana sjá,
samt komu heimamenn fáir á þá.
Þó mikill sé atgangur, hávað’og hark,
með “hendur á tánum” þær skor’ekki mark!
Í mollið svo kindugur Kalli oft skrapp,
en kaupmönnum þóttu samt ferðirnar happ.
Fjármunum eyddi hann dag eftir dag,
þeir dásama lengi þann innkaupabrag.
En þetta var alveg hreint æðisleg för,
þótt oft væru döpur í Póllandi kjör.
Til Íslands við leggjum nú aftur af stað,
yndisleg tilhugsun finnst okkur það.
Gædinn var mikill og máttugur jarl,
sem minnt’okkur bæði á Stefán og Karl.
Kyntákn þeir eru en samt er það synd,
þeim svipar jú báðum til Kölska á mynd.
Ásdís Sigurðardóttir
Comments:
<< Home
Heyrðu kelling, ég hefði kannski átt að segja þér það þegar ég lét vita af vísunum að þetta er lesið alveg niður vinstra megin og svooo alveg niður hægra megin... ekki vinstri hægri... Því röðin er pínu brengluð... Anyway... Peace out!
Ég verð nú bara að commenta á þetta... þetta er hrein snild! Þú leynir á þér Ásdís. Ef ég lærði eitthvað í íslensku í menntaskóla þá sýnist mér þú hafa stuðla og höfuðstafi... og alles. Vel gert.
Víkingskveðja frá Köben, Helga Birna
Skrifa ummæli
Víkingskveðja frá Köben, Helga Birna
<< Home