laugardagur, nóvember 05, 2005

Tvílla-mamman á leiðinni.....vííí!

Jæja mér fannst vera kominn tími til að setja nokkrar línur inn, þó að það sé voða lítið að frétta af litlu fjöllunni í Þýskalandi. Núna sofa drengirnir mínir tveir svo maður hefur smá tíma í skrif.
Á morgun erum við að fara að ná í tvílla-mömmuna og Venna mása út á flugvöll. Þau ætla að vera hjá okkur í tæpa viku, mér skilst að Dríbban geti ekki beðið mikið lengur að sjá Molann, það er eins gott að hún fari ekki að spilla uppeldinu sem við Gunnar erum búin að byggja upp.......hummmm!
Við ætlum að fara beint af flugvellinum til Wetzlar, þar ætlum við að sjá einn leik með Kronau á móti Wetzlar, það verður bara gaman að því. Mér skilst að það sé búið að redda einhverju Vip-herbergi fyrir okkur ungann, þýðir ekkert annað fyrir prinsinn..... eða kannski var verið að hugsa meira um mig. Maður er ekki alveg til í að vippa brjóstinu fram upp í stúku, bíðum aðeins með það:)

Já ég má til með að lýsa vonbrigðum mínum yfir Bachelornum á fimmtudaginn..... hvaða vitleysa er það að Heklan sé dottin út, nú er allt stuðið farið úr þessum þáttur,við erum að tala um að hún poppaði þetta heldur betur upp! Ég er alveg sammála Hröbbunni með stelpu skjátuna frá Selfossi, úfffff það þýðir greinilega ekkert að hafa eitthvað utanbæjarpakk í þessu....hí hí! Bara vesen á þessum gellum!
En annars eru þessir þættir hin mesta skemmtun og maður getur ekki annað en dáðst að þessu fólki að þora að taka þátt í þessu.
Jæja ég hef þetta gott í bili
Kveðja Daggan sem var að setja nokkrar nýjar myndir inn!

Comments:
sælar... gaman að heyra hvað gengur vel með prinsinn - VIP meðferð er nú ekkert leiðinleg (njóttu þess meðan það endist :-) Gaman að geta fylgst með ykkur svona úr fjarska :-)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?