laugardagur, nóvember 12, 2005

Viktoría á eftir að verða stjarna...

ef foreldrarnir sjá til þess að rækta sönghæfileka hennar.. Hanna systir var hjá spámiðli sem sagði þetta... Og ekki ljúga þeir.... Ég var að segja Viktoríu þetta.. Sagði henni að það væri maður sem vissi allt sem sagði að ef hún væri dugleg að æfa sig þá yrði hún rosa góð söngkona.. Hún hugsaði þetta nú aðeins og segir svo.. Mamma þessi maður vissi hann hvað ég heiti??? Ég sagðist nú halda ekki og þá leit hún á mig voða hneyksluð, mamma þá veit hann ekkert allt... Hahaha ógó heimsk mamma... Hún er svo klár þessi elska.. Og svo er líka voða gaman núna því hún er svo mikil mömmu stelpa þessa dagana.. Verst að ég er að fara í 10 daga í burtu á fimmtudaginn.. Ætli pabbanum takist ekki að eyðileggja þetta þá.. Mín er ekki sátt að fá aldrei að fara með í þessar handboltaferðir til útlanda er alls ekki að skilja af hverju hún megi ekki fara með..

Annars er ég að fara hamförum hérna í húsinu.. Búin að vera á hvolfi að taka til og skella í eitt þriggjakornabrauð og subwaykökur í leiðinni.. Tinna, Daddi og Emelía koma til okkar á eftir og ætla að vera til morguns.. Það á nú eitthvað eftir að borða.. Þau eru að koma með heilan helling af humri sem við ætlum að elda í kvöld og svo á ég auðvitað að sjá um desertinn...

Læt þetta duga í bili.. Er farin að sakna Döggunnar sem er aldeilis komin á skrið í skrifunum..
Hrabba

Comments:
ummmm erum enn að jafna okkur eftir gærkveldið...þvílík snilld...
verðum að halda þessum átveislum áfram...þetta er alveg að gera sig!! hehe

Takk æðislega fyrir frábæra helgi, þið eruð YNDI.

1000 knús frá okkur á Hrossanesinu..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?