þriðjudagur, desember 06, 2005

Allt að gerast í boltanum hérna..

Álaborg enn og aftur komið í tómt rugl og nú geta leikmenn lent virkilega illa í því.. Það er verið að rannsaka rosa skattasvindl og búið að komast að mörgu ólöglegu.. Það nýjasta eru Lunde tvíbbarnir sem spila með Norska landsliðinu og eru núna að spila á HM í fullu fjöri.. eða hvað.. Við erum að tala um svo mikið skattasvindl að það er verið að tala um að þær gætu þurft að fara í fangelsi í 2-4 ár.. Ekki það að ég haldi að það muni gerast en þær þurfa allavega að borga mjög mikið af peningum tilbaka.. Svo eru einhverjir leikmenn sem hafa verið að fá fullt af svörtum peningum við undirskrift.. Danska handboltasambandið er komið í málið núna og er að rannsaka þetta líka.. Það getur vel verið að silfrið sem þær unnu í fyrra verði tekið af þeim vegna ólöglegra samninga.. Þetta er svolítið mikið sjokk allt saman og leiðinlegt fyrir handboltann ef illa fer fyrir þessum klúbbi.. Þær eru með lang flestu áhorfendurna.. Alltaf um 5000 manns á leik og rosa flott umgjörð í kringum þennan klúbb.. En eins og einn snillingurinn sagði: Það er stutt í kúkinn...

Ég sendi svo alla mína strauma til hennar Kristínar minnar sem á vonandi eftir að eignast tvíburastelpur á morgun.. Oh hvað ég hlakka til að sjá þær eftir tæpar tvær vikur..

Later
Hrabba

Comments:
Það er bara allt að gerast í boltanum. Ég fæ að sjá tvíbbana á undan þér, bara að monta mig aðeins. Er að deyja úr spenningi
 
Ohhh va en spenno, sendi Kristínu líka strauma.. já og Steina stuð:) gangi ykkur vel... Hrabba þú pressar á hana að búa til Barnalandssíðu!!
 
hún er með síðu
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?