fimmtudagur, desember 08, 2005

Gunther ekki að gera gott mót!


Tíminn líður heldur betur hratt núna, ekki nema tveir dagar þangað til maður skellir sér til Danmerkur að heimsækja Hröbbu Móðu og Co! En þetta er rosalegt sem maður er að heyra.....brotist inn til kellu. Jeminn, maður þarf heldur betur að búa sig vel undir þessa Danmerkurferð! En Hrabba hringdi í mig í dag og sagði mér að bölvaður þjófurinn stal jólagjöfinni minn og jólagjöf Molans:( Þá fyrst varð ég reið!!!
Annars er búið að vera nóg að gera hjá okkur skötuhjúum og Molanum síðustu daga. Við skelltum okkur til Weibern um helgina og heimsóttum fólkið sem við Jóna Magga bjuggum hjá í fyrra! Þar var heldur betur tekið vel á móti okkur og gistum við þar yfir eina nótt. Jóna mín ég má til með að segja þér það að sjálfur Bürgermeister kom í heimsókn inn á okkar gamla heimili til að meta gistiheimilið! Við erum að tala um 4 stjörnur takk fyrir og túkall! Vantaði bara sundlaug í garðinn þá hefði frú Renate fengið 5 stjörnur.....ussss! Hún var bara ekkert ánægð með þetta kerlingin. Þetta komst meira að segja í blöðin. Já og meðan ég man þá báðu allir voðalega vel að heilsa þér:)
En svo um kvöldið þá skelltum við okkur á leik með stelpunum og að sjálfsögðu fóru þær stöllur með sigur að hólmi! Daginn eftir fórum við í heimsókn til Sylvíu og Miriam og splæstu þær kvensur á okkur þetta fína Póker-spil og er Gunnar búinn að vera með mig í kennslu síðustu kvöld! já, þið getið reynt að geta ykkur til hversu mikið Póker-feis kellan er orðin, alveg stórhættuleg í þeim bransa!

En það sem kellan óttast mest þessa dagana er karlinn á heimilinu..... eða þar að segja hinn nýbakaði faðir! úffff..... ég held að þetta sé einum of mikið fyrir strákinn. Hann er farinn að taka við af mér í allri gleymsku. Þannig vildi til að við skelltum okkur þrjú í gymið á Þriðjudaginn, sem er ekki frásögu færandi nema hvað, Gunther gleymdi íþróttatöskunni sinn! Mjög spes og þurfti hann að lyfta í einhverjum fáránlegum skóm sem hann var í. Jæja þetta var ekki nóg, svo núna í dag var aftur farið í gymið og jú jú karlinn mundi eftir töskunni! Til lukku með það, en taskan komst ekki allaleið upp í skott. Við leggjum í hann og finnum allt í einu fyrir einhverri hossu og viti menn, Taskan.....hann bakkað yfir hana......hahaha. Guð ég titra þegar ég skrifa þetta....ég er enn þá að hlæja af þessu! því þetta er eitthvað týpíst sem myndi koma fyrir mig en ekki hann! Eða hvað?
Jæja dúllurnar mínar ég hef þetta gott í bili
Kveðja Dagný

Comments:
Heyrdu Gunnar, skrifadu bara heimilisfangid a gyminu i navigation taeki og athugadu hvort taskan rati ekki bara sjalf. Eg get lanad ter mitt taeki, tu veist nu hvad tad er gafad. En hafid tad gott og eg bid ad heilsa, kvedja Omar.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?