laugardagur, desember 17, 2005

Komin í jólafrí...

En því miður er það ekki nema vika því að þá þarf ég að fara til Sviss að keppa á einhverju æfingamóti með Århus Þetta verður hörku mót, topplið frá Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Króatíu.. Þar sem við megum ekki fara á skíði munum við renna okkur niður fjöllin á sleðum.. Það verður eflaust rosa fjör.. Bara smá fúlt að þurfa að yfirgefa alla annan í jólum..

Við spiluðum áðan okkar síðasta leik í deildinni fyrir jól og unnum með 18 mörkum á móti Sindal sem eru í 6.sæti.. Fínn leikur þar sem allir fengu að spila.. Í kvöld er svo julefrokost í höllinni.. Er ekki að nenna að setja grímuna upp (þið vitið nú hvað ég legg mikið í þetta make up)..

Á morgun leggjum við svo í hann.. Við munum fara til Köben á morgun og vera þar þangað til við fljúgum heim í hádeginu á mánudaginn.. Getur verið að við skreppum í jólatívolíið... Það er svo huggó..

Átti svo eftir að segja frá því að ég skellti mér til háls - nef og eyrnalæknis um daginn og lét tékka á raddböndunum (þau hafa nú ósjaldan verið að stríða mér).. Læknirinn komst að því að ég er með hnúta á raddböndunum sem er sennilega vegna þess að ég beiti röddinni vitlaust.. Ég verð send til talmeinafræðings (verst að Tinnan mín er bara nýbyrjuð í náminu)og svo í kjölfarið verð ég örugglega að fara í einhverja talþjálfun.. Það verður örugglega hrikalegt stuð... einmitt...

Ég get nú samt kætt marga nákomna mér sem hafa alltaf sagt að ég heyri svo illa að ég lét tékka á heyrninni í leiðinni og ég er nú bara með þessa líka fínu heyrn.. Það er kannski frekar það að ég taki illa eftir.. Væri örugglega hægt að greina mig með athyglisbrest..

En jæja best að fara að smyrja á sér andlitið..

Sjáumst á klakanum
Hrabba

Comments:
Þú hefur ekki tekið Viktor með þér til heyrnalæknisins? Mamma hans átti að fara með hann þegar hann var 11 ára en hefur ekki enn sinnt því - spurning hvort að ábyrgðin sé ekki komin af henni yfir á þig:-).
Agalegt að sjá ykkur fjölskylduna ekki um jólin, vona nú samt að Viktor og Viktoría kíki norður ef það verður gott verður.
 
Ég hlakka svo til þegar þið komið til landsins...! Stefni að því að reyna að smella á ykkur einum :#
-Ég hef verið með hnúta á raddböndunum frá því ég var unglingur og orðrómur götunnar vill meina að ég sé frekar sexý!!!
;)
Knús
Matta
 
Erna mín aldrei að vita nema ég taki hann með næst. Ég er mjög svekkt að missa af ykkur um jólin en Viktor og Dísin ætla ap koma til ykkar á milli jóla og nýárs.
En Matta mín þú sleppur ekki.. Vá hvað þú átt eftir að fá stórt knús.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?